Færsluflokkur: Bloggar

Dagurinn í dag

Nú sit ég hér og vinn við tölvuna og heyri í æfingunni hjá Guðrúnu og þeim ,söngur og skemmtilegheit . Svo er Harrý mættur til að vinna í sviðsmyndinni .

Miðaverðið er kr.2,900.

Eldri borgarar Kr.2500.-

Sýningar eru:

Föstudaginn 5. október kl. 20.00 - frumsýning
Sunnudaginn 7. október kl. 20.00
Miðvikudaginn 10. október kl. 14.00
Fimmtudaginn 11. október kl. 20.00
Sunnudaginn 14. október kl. 20.00
Miðvikudaginn 24. október kl. 14.00
Fimmtudaginn 25. október kl. 20.00
Sunnudaginn 28. október kl. 20.00


Dagurinn í dag

í dag er hjá okkur hópur sem er með starfsdag ,komu í morgun og voru að fara út að viðra sig en koma aftur til að borða hjá okkur kvöldverð . Þau eru búin að vera í allskyns uppákomum í allan morgun og stelpurnar frá Practical sem hafa skipulagt alltsaman standa sig með prýði .

Ég fékk myndirnar sem voru teknar útaf Iðnó sýningunn og finnst mér þær mjög velllukkaðar ,svo nú þarf Tommi minn bara að búa til flott plakat og þá er hægt að fara af stað með að til að auglýsa sýninguna .

Svo eru æfingar í gangi á morgun og dinner í leikhússalnum ,og á sunnudaginn er dansleikurinn

                  

      Gagndansaball í Iðnó Íslenska dansfræðafélagið efnir til dansleiks í Iðnó sunnudaginn 23. september 2007, 8:30 – 11:30. Dansaðir verða vestrænir gagndansar í anda áranna í kringum aldamótin 1900 og er vonast til að klæðnaður ballgestir endurspegli tísku tímabilsins. Íslenskir búningar eða síðir kjólarÆfingar fyrir ballið verða haldnar föstudaginn 21. september í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateig 1 og hefjast kl. 20.00.Nú kostar miðinn aðeins kr.2500  Miði á dansleikinn ásamt æfingunum kostar kr. 4.500 og greiðist inn á reikning félagins. Reikn: 525-26-5805, kt: 580500-4040. (ATH. Setja nafn greiðanda í skýringartexta)           Skráning fer fram á netföngunum    settamunda@isl.isog ingibbj@hi.isNánari upplýsingar um dansleikinn má finna á bloggsíðu félagsins: blog.central.is/dansfraediBoðið verður upp á Rauðgraut í veitingasal        

Dagurinn í dag

Nú fer hver að verða síðastur  að kaupa miða á Pabbann hér í Iðnó ,það er að verða uppselt á þessar fjórar sýningar sem eru bókaðar hér . Svo verð ég að minna á Leikhústilboðið sem er í gangi á sýningarkvöldum

Leikhúsmatseðill
Smjördeigskoddi
    með mozzarella og pesto
Fyllt kjúklingabringa
    með parmaskinku og gorgonzola
Súkkulaði – pistasíufrauð
    Kr. 4.900

 

 Pabbinn hefur veri á túr um landið undanfarnar vikur og slegið í gegn allstaðar.

 

Allt á fullu með æfingar á Heiðri og Ævintýri í Iðnó ,sviðsmyndin að fá á sig endanlega mynd , líst mjög vel á hana ,og svo eru tónlekar í kvöld . Miðasalan opin að vanda frá 11.00 til 16.00 og svo við innganginn kvöld

Iðnó - Tónleikar

Hljómsveit Gunnars Waage
með tónleika í Iðnó þann 20. september kl. 20:00

Trommuleikarinn Gunnar Waage heldur sína fyrstu tónleika í Iðnó þann 20. septembernæstkomandi ásamt eigin hljómsveit. Flutt verður tónlist eftir Gunnar sem er instrumental. Einnig verður flutt tónlist eftir Jeff Beck, Dave Weckl, Simple Minds og Gary Willis. Einvalalið hljóðfæraleikara skipar hljómsveit Gunnars og má búast við feiknarlegri stemningu.

Hljómsveitina skipa í stafrófsröð:

Pétur Valgarður Pétursson - gítar
Bragi (bra bra) Bragason - gítar
Ólafur Kristjánsson - bassi
Ríkharður H Friðriksson - gítar
Kristinn Einarsson - hljómborð

Miðaverð er kr. 1,800.

Miðasala á www.midi.is.


Dagurinn i dag

i dag er rólegt i Idno . Verið að unirbua Idno sýninguna ,mala leiktjöld og slíkt , miðasalan opin og svo er hópur i mat i kvold .


Dagurinn í dag

Þau eru mætt. Anna Kristín Arngrímsdóttir , Arnar Jónsson, María Ellingsen og Bjarni Haukur sem leikstýrir. Fyrsti samlestur í Iðnó . Leikritið Heiður, ástralskt verðlaunaverk sem slegið hefur í gegn á Broadway og í breska þjóðleikhúsinu . Mikið er ég stolt og ánægð að þessir frábæru listamenn séu að vinna hér í Iðnó . Frumsýna á í byrjun janúar 2008.

Svo er komið  að síðasta kvöldi bókmenntahátíðar og í kvöld lesa þau Sasa Stanisic, Guðrún Helgadóttir, Robert Löhr, Arnaldur Indriðason og Yasmin Crowther.

Ég er mjög ánægð með að hafa bókmenntahátíð í Iðnó og hef kynnst mörgu skemmtilegu fólki meðan á henni stendur. Gaman að segja frá því að hingað komu í byrjun viku tveir risastór vöðvabúnt frá Ameríku sem eru lífverðir Ayaan Hirsi Ali og voru að taka Iðnó út . Þeir fóru um allt hús ,niður í kjallara og enduðu upp í risi í setustofunni þar og voru þeir upprifnir yfir fegurð hússins og sjarma og það fyrsta sem annar þeirra segir þegar upp er komið , eru ekki draugar hér. Hugsið ykkur ,hann varð var við andana okkar.

Í kvöld er líka lítill ferðamannhópur í mat og svo ætla ég sjálf að borða með kærastanum og gestum frá Japan lambið góða .


Dagurinn í dag

Í dag er rólegt , var á fundi með ungu fólki sem stóð fyrir tónleikum til styrktar vini sínum , ekki hægt annað er dáðst af þeim , hversu góðir vinir þau eru . Árni að mæta í hús til að undirbúa veislu sem er í kvöld í veitingasalnum á annarri hæð og svo veislurnar sem eru um helgina . Bókmenntahátíðin heldur svo áfram í kvöld og er þetta næst síðasta kvöldið .


Bókmenntahátíð

Í  kvöld lesa eftirtaldir höfundar úr verkum sínum. Þórdís Bjórnsdóttir , Morten Ramsland, Kim Echlin, Jón Kalman Stefánsson, Jon Halliday og Jung Chang.

 


Dagurinn í dag

Í dag komu krakkarnir mínir í Tjarnarleikhópnum til að æfa en fóru strax aftur til að skoða leikbrúðusýninguna í Heilsuverndarstöðinni .

Sirrý er hér með sitt fólk að taka upp Örlagadaginn og er alltaf gott að hafa þau í húsi .

Í kvöld heldur svo bókmenntahátíðin áfram með upplestri úr góðum bókum.

Miðasalan er opin frá 11.00 til 16.00 og er nóg að gera aða selja miða á Pabbann hann er alltaf jafn vinsæll.


pabbinn

Pabbinn

Eftir rúnlega 50 sýningar í vetur ætlum við að halda áfram að sýna Pabbann í haust og er miðasala þegar hafin á www.midi.is á þær sýningar. Fyrsta sýning haustsins verður 15. september.

Þetta er sjálfstætt framhald á hinum vinsæla Hellisbúa sem sló rækilega í gegn í Íslensku Óperunni hér um árið.

Gamansamar hugleiðingar um mismuninn á því hvernig karlar og konur
takast á við foreldrahlutverkið.

Bjarni Haukur Þórsson - höfundur og leikari
Sigurður Sigurjónsson - leikstjóri

Sýningar eru:

Föstudaginn 28. september kl. 20.00
Laugardaginn 29. september kl. 20.00
Föstudaginn 12. október kl. 20.00
Laugardaginn 13. október kl. 20.00

Leikhúsmatseðill
Smjördeigskoddi
    með mozzarella og pesto
Fyllt kjúklingabringa
    með parmaskinku og gorgonzola
Súkkulaði – pistasíufrauð
    Kr. 4.900

Pabbinn: Nánar um verkið hér


Bókmenntahátíð

Í kvöld lesa eftirtaldir úr verkum sínum kl.20.00

Andri Snær Magnússon, Tapio Koivukari, Guðbergur Bergsson, Kirsten Hammann og Roddy Doyle


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband