Færsluflokkur: Bloggar

Dagurinn á morgun Laugardagur

Það verður mikið um að vera í Iðnó á morgun . Safnarar verða hér með frímerkja og myntsöfnin sín til sölu og sýnist frá kl.13.00 til 17.00 . Svo er nánast fullbókað í mat fyrir sýningu á Pabbanum og fullt á hana kl.20.00 og síðast en ekki síst verður hér tangó uppúr kl.22.30 Nánar er hægt að skoða inná tango.is En ég get sagt ykkur að dansparið sem er að sýna hér á morgun er alveg hreint unaðsleg

Maður gjörsamlega fellur í trans að horfa á . 

>> Tangókvöld í Iðnó

MILONGA - í Iðnó við Tjörnina!

Laugardagskvöldið 13. október
 

Húsið opnar kl 22.30. Tónlist af diskum - DJ. Dansað til kl 02.

Sýning frá Buenos Aires: Cecilia Gonzalez og Donato Juarez,
Blas Rivera leikur á saxofon.

Aðgangseyrir 1.500 kr.

Aðgangseyrir er innifalinn í helgarnámskeiði í Kramhúsinu 11.-14. okt. með Ceciliu og Donato.


Dagurinn í dag

í dag er rólegt , allir miðar uppseldir á Pabbann þessa helgina og svo er að fyllast á Ævintýrið á sunnudagskvöld. Var að fá staðfest að langþráð  Heimilistónaball verður 27 október í Iðnó .Tjarnarbakkinn ætlar að bjóða upp á matseðil sem hæfir 

Rækjukokteill með skelfisksósu og ristuðu brauði Lambalæri Berneis með bakaðri kartöflu Pera Bella Helen 

Kr.4900.-

Húsið opnar kl.18.00 fyrir matargesti og kl.22.00 fyrir ballgesti

Verðið á ballið kosta kr.1500.- Við ætlumst til að gestir séu klæddir eftir tísku  frá þeim tíma sem tónlist Heimilistóna er .

 


Dagurinn í dag

Allt búið að vera vitlaust að gera í miðasölunni ,enda fær Guðrún alveg frábæra dóma í blöðunum í dag . Verst að ég var of sein með leiðréttingu á að enginn sýning verður á morgun ,vona bara að fólk hringi á undan sem ætlar að koma þá . Næsta sýning sem sagt á fimmtudag kl.14.00 og síðan á sunnudag kl.20.00

Pabbinn alveg uppseldur um helgina og mikið hringt því fólk áttar sig ekki á að hann sýnir í Ísl Óperunni í lok mánaðar og byrjun nóv.


Dagurinn í dag

Ævintýri í Iðnó ,söguveisla með Guðrúnu Ásmundsdóttur sló rækilega í gegn hjá áhorfendum á frumsýningunni í gær, Gestir stóðu upp í lok sýningar og heiðruðu Guðrúnu . Hún var alveg stórkostleg í hlutverki sögumanns,hreint frábær. Svo fékk ég lika blóm frá Reykjavíkurborg fyrir að halda hjartanu í Iðnó heitu ,mikið þótti mér vænt um það . 

Næsta sýning á Ævintýrinu er á sunnudagskvöld kl.20.00 Hægt verður að kaupa miða í símanum 5629700 alla helgina og svo náttúrulega á midi.is 

Ég hvet alla til að koma og skoða ljósmyndasýninguna í anddyri Iðnó en hún er opin alla virka daga á opnunartíma miðasölu frá 11.00 til 16.00 

 


Dagurinn í dag

Nú er alveg að koma að frumsýningu á Ævintýri í Iðnó ,söguveisla með Guðrúnu Ásnunds. Frumsýningin er föstudagskvöldið 5 okt .Var að koma af rennsli núna ,mitt hlutverk er að vera á snúrunni það þýðir að ég sé um að draga tjöldin frá og fyrir. alveg er hún Guðrún frábær sögumaður ,sýninginn öll frábær. Ólafur spilar á píanó og það er frábær stemmning í salnum .
Ég er viss um að þessi sýning á eftir að slá í gegn ,þó ég segi sjálf frá .
Pabbinn fór af stað í sína leikferð m landið í dag eða allavega proppsið ,ætli hann sjálfur og Jorri fari ekki með flugi á morgun. sýninginn allstaðar jafn vinsæl allstaðar selst upp . Sýningarnar tvær sem eftir eru hjá okkur í IÐnó eru upseldar en svo sýnir hann í Íslensku Óperunni hjá Stefáni í endaðan oktog byrjun nóv .
Svo er ég búin að vera að safna myndum á sýninguna og ramma inn svo allt á að vera klárt fyrir föstudag .
Þá verður hátíð í Iðnó

Dagurinn í dag og á morgun sunnudag

Núna er verið að hleypa inn á Pabbann ,alveg fullt eins og venjulega. Í dag var brúðkaupsveisla ,alveg yndislegir krakkar að gifta sig , alltaf mjög gaman að sjá um brúðkaupsveislurnar hér í Iðnó . Á morgun fer allt á fullt að gera klárt fyrir Ævintýri í Iðnó ,frumsýningin fer að nálgast og spennan að aukast . Ég hef verið undanfarið að safna saman myndum af Iðnó frá því að húsið var byggt og á að opna myndasýningu á föstudagskvöldið og verður opið á miðasölutíma .

Annars verður rólegt í húsinu fram á næstu helgi ,bara móttökur á annarri hæð og fundir.


Dagurinn í dag

Núna er verið að æfa bæði Ævintýri í Iðnó og Heiður. Gott andrúmsloft í húsinu . Seinna í dag verður móttaka í leikhússal og síðan er Pabbinn kl.20.00 . Alveg uppselt fyrir löngu síðan og nánast fullur salur í mat fyrir leiksýningu . Nóg að gera i dag sem sagt . Svo er ég að undirbúa leikskránna og plakatið fyrir Ævintýrið því ég ætla að fara með plaköt um allt eftir helgina . Frekar rólegt er í miðasölunni því allar sýningar á Pabbanum eru uppseldar  en ég veit það eru lausir miðar á Pabbann í Íslensku Óperunni en þar verða nokkrar sýningar í október og nóvember .


Dagurinn í dag

Í dag er rólegt í  Iðnó ,krakkarnir í Tjarnarhópnum eru hér í dag eins og alla miðvikdaga að æfa. Guðrún og hennar fólk æfir svo í kvöld og verið er að vinna í að setja upp lýsingu fyrir Pabbann og Ævintýri í Iðnó . Alveg er uppselt á pabbann um helgina en laus borð í mat fyrir sýningu ef einhver er að hugsa um að koma í mat á föstudagskvöldið.

Svo er búið að ákveða daga fyrir Revíuskemmtunina með Erni Árna og Soffía Karlsdóttur og miðasala á Revíuna fara í sölu eftir helgi . Frábært að þau skuli ætla að vera hér hjá okkur í Iðnó á afmælisárinu ,svona tenging við fortíðina ,hér voru margar skemmtilegar revíur á árum áður.


Dagurinn á morgun.

Nú er dansiballið ,ótrúlega flott ,eins og klippt út úr mynd sem tekinn er uppúr aldamótum ,hægt verður að skoða myndir frá kvöldinu á heimasíðunni ,seinna þegar ég hef lært að setja myndir úr myndavélinni inn á tölvuna . Iðnó alveg ljómar ,allt passar svo fínt .

Ishmael Beah verður svo hér í Iðnó í hádeginu á vegum UNICEF en út er komin bók hans Um langan veg :frásögn herdrengs.

Þrettán ára var Ishmael tekinn í her síerraleónskra stjórnvalda og afhent byssa til að berjast gegn uppreisnarmönnum . Mjög gott viðtal við hann er í mbl í gær sunnudag .

 

Hægt er að fá sér súpu og heimabakað brauð sem kostar Kr.1200.-

 

 


Dagurinn í dag

Í kvöld verður dansleikur eins og þeir voru hér í upphafi síðustu aldar , dansaðir verða vestrænir gagndansar í anda áranna í kringum aldamótin 1900 .Allir eru velkomnir  . Í hléi er svo boðið upp á rauðgraut með rjóma á annarri hæð , sem við ætlum líka að bjóða í hléi á Ævintýri í Iðnó .

Núna er fyrsta rennsli á Ævintýri í Iðnó með gestum og heyrist mér að allir séu mjög ánægðir , ég er ekki farin að sjá sýninguna en ætla að sjá hana á morgun í heild sinni þar sem Iðnó er framleiðandinn en annars vil ég helst aldrei sjá sýningarnar sem eru hér í Iðnó fyrr er á síðustu dögum fyrir frumsýningu því ég veit hversu mikið þær eiga eftir að breytast ,svo er alltaf einhverir töfrar sem gerast á frumsýningu .

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband