Færsluflokkur: Bloggar
15.11.2007 | 16:31
Dagurinn í dag
Núna er Ævintýri í Iðnó með Guðrúnu Ásmunds . Leikhúsgestir mjög ánægðir eins og alltaf á sýningunni hennar Guðrúnar . Hlýtur að vera gaman að vera í svona gefandi starfi að fullt af ókunnugu fólki þyki mikið til manns koma eins og Guðrún á marga aðdáendur.
ég var að læra að biðja aðra bloggara að verða bloggvinir og hef ég á tilfinningunni að ég se´svoa að biðja fólk að vera memm og er rosa ánægð að Viðar vill vera memm .
Á morgun er Ævintýri í Iðnó og eru enn lausir miðar og nota ég núna tækifærið á að hvetja alla til að missa ekki af sýningunni .
Svo er mikið um að vera um helgina , Sauth River Band með útgáfutónleika á laugardag kl.16.00 og afmælisveisla á annarri hæðinni . tónleikar með Silencio á laugardagskvöld og Milonga . Hlakka til að horfa á tangófólkið dansa við frábæra tónlist Silencio .
á sunnudag er svo uppboð á vegum a&a uppboðshúss . Þeir ætla að byrja um kl.10.00 og bjóða upp listmuni ,frímerki og mynt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2007 | 15:03
Dagurinn í dag
Í dag er rólegt, Kormákur kom með miða og plakat fyrir South River Band sem er með útgáfutónleika á laugardaginn. Það verður mikið um að vera þá því eftir tónleikana með þeim eru svo Tangótónleikar með Silencio frábærri hljómsveit frá Argentínu og Uruguay.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 12:48
Dagurinn í dag
Jæja voða hef ég verið löt að skrifa undanfarið enda búið að vera mjög mikið á gera .
Mikið um veislur og svo Ævintýri í Iðnó alveg á fullu . Allir svo ánægðir með sýninguna en nú fer sýningum að fækka fyrir jól.
í dag er verðlaunaafhending ,annars bara rólegt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 16:25
Dagurinn í dag
Í dag er verið að flytja Die Verschworenen eftir Franz Schubert. Þvílíkur unaður . Krakkarnir úr Tónlistarskóla Reykjavíkur flytja hana alveg frábærlega . Mikið er ég ánægð að upplifa að sjá svona stóra hljómsveit og kór og einsöngvara á sviðinu í Iðnó .
Í kvöld er svo afmælisveisla fyrir hann Halldór minn. Á morgun er óperan kl. 15.00 og hvet ég alla til að koma og sjá hana . Ævintýri í Iðnó er svo annað kvöld kl.20.00 og eru enn lausir miðar á hana . Miðasalan opnar kl.13.00 á morgun .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 12:31
Dagurinn í dag
Í dag er rólegt ,bara verið að undirbúa Ævintýri í Iðnó fyrir morgundaginn. Æfingar á óperunni hjá Tónlistarskóla Reykjavíkur ganga vel heyrist mér og svo koma krakkarnir úr Tjarnarhópnum að æfa í dag . Nýr matseðill er tilbúinn ,mjög girnilegur eins og Árna og Andrési er lagið .Frumsýni hann hér með
Matseðlar vetur 2007 sumar 2008
Matseðill 1.
Smjördeigskoddi með ferskum mosarella og basilsósu
Ofnsteiktur skötuselur með þystilhjartarrisotto og humarsósu
Kokosterta með heitri súkkulaðisósu Kr. 5.660.-
Matseðill 2.
Grafið lamb með beikonsósu á fersku salati
Steiktur lax með ólívukartöflusalati
Kaffi og konfekt Kr.4200.-
Matseðill 3.
Dádýracarpaccio með feta og furuhnetum
Grilluð túnfisksteik á spínati
Fylltar pönnukökur með marineruðum ávöxtum og expressosúkkulaðisósu Kr.6.460.-
Matseðill 4.
Sítrusleginn lax á bruskettu
Kryddlegið lambafille í Fáfnisgrasi með sinnepssósu og ostakartöflum
Tiramisu að hætti hússins Kr.6250.-
Matseðill 5.
Stökk pönnukaka fyllt með villisveppum og mosarella
Gljáð andabringa með Foi Gras og hindberjasósu
Hvítt súkkulaðiskyr með kanilkexi Kr.6.370.-
Matseðill 6.
Tígrisrækja og risahörpuskel í súrsætri sósu á rúkolasalati
Grilluð kjúklingabringa með kóríander-lime risotto og tómatlauksalsa
Hvít súkkulaðimús með ferskum jarðaberjum Kr.5540.-
Matseðill 7.
Sjávarréttasúpa Tjarnarbakkans
Dádýralundir með eplasalati og rifsberjasúkkulaðisósu
Heit súkkulaðikaka með vanillusósu og þeyttum rjóma Kr.6575.-
Matseðill 8.
Koníaksbætt humarsúpa með rjómatoppi
Marineraðar kjúklingabringur fylltar með skinku og mosarella
Bakað epli með döðlum og valhnetum Kr.6150.-
Matseðill 9.
Túnfiskcarpaccio með feta og furuhnetum
Nautalund Wellington
Parfait Islandaise Kristjáns x Kr.6570.-
Bloggar | Breytt 13.11.2007 kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 20:43
Vikan framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 11:15
Dagurinn í dag
Frábært ,nú eru nemendur Tónlistarskóla Reykjavíkur komin í hús og byrjuð að æfa fyrir sýninguna sína sem verður um næstu helgi . Þau syngja alveg frábærlega ,ég er svo lánsöm að vinna hér og geta upplifað alla þessa frábæru listamenn.
Það var veisla í gærkvöldi sem lukkaðist mjög vel ,allir mjög ánægðir og sælir . Svo er það Heimilistónaballið í kvöld ,margir búnir að kaupa miða og nokkur fjöldi í mat á undan .Það er kominn svolítill skjálfti í mig því ég er að fara í viðtal í útvarpinu við Felix og Guðrúnu Gunnars . Ætla að segja þeim frá 110 ára afmælinu og hvað mikið er um að vera hér hjá okkur í Iðnó . Vonast til að sjá sem flesta í kvöld ,Heimilstónar eru alveg frábærar ,stíll á þeim stúlkum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 11:20
Dagurinn í dag
Jæja þá er Air Waves Tónleikarnir búnir. Gekk alveg frábærlega . Það hafa svona ca.6000 farið í gegn hér í Iðnó á þessum þrem dögum. Umgegni alveg til fyrirmyndar eins og venjulega þegar tónleikar af þessu kaliberi eru hér i Iðnó . Krakkarnir svo kurteis og ganga vel um húsið ,sér ekki vín á nokkrum manni .Fær mig til að muna eftir þegar ég var upp á mitt besta og fór á tónleika með Utangarðsmönnum ef ég man rétt ,82. Nýkomin frá Norge og fékk algjört sjokk þegar liðið stökk upp á dúkuð borðin á Borginni.
Flestar hljómsveitirnar alveg frábærar en ég held nú alltaf mest upp á Benna Hemm Hemm og líka náttúrulega Jagúar og Stórsveit Samúels . Svo var þarna þýsk hljómsveit sem spilaði alveg frábæra músík sem minnti mig á diskinn hennar Röggu Gísla ,Rauðu skórnir ,mikið spilaður á mínu heimili.Svona stórborgarfrumskógartrommusláttur sem mér finnst svo skemmtilegur. Svolítið öðruvísi en sögin sem verða spiluð hér á Laugardaginn en þá verður Ragga Gísla einmitt með Heimilistónum með dansleik . Ballið byrjar um 23.00 og kostar kr.1500.- Svo geta þeir sem þess óska fengið sér að borað á undan . Matseðillinn samanstendur af vinsælum réttum frá árunum 1960 til 1970 .
Rækjukokteill með skelfisksósu og ristuðu brauði
Lambalæri Berneis með bakaðri kartöflu
Pera Bella Helen
Kr.4.900.-
Svo hvetjum við alla til að mæta í dressi sem hæfir .
í dag er svo Sirrý með sitt fólk að taka upp Örlagadaginn ,alltaf gott að hafa þau og svo eru strákarnir frá Exton að taka saman hlóðkerfið ,svakalega duglegir og klárir strákar.
Svo er hópur í mat á miðvikudag í leikhússalnum .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 12:46
Revía í Iðnó
Revía í Iðnó Söngperlur úr Íslenskum Revíum flutt af Soffíu Karlsdóttur og Erni Árnasýni .
Kr. 2900.- Innifalin í miðaverði er glæsilegt ,,smorrebrod ´´
Einnig er í boði að fá þriggja rétta leikhúsmatseðil eða jólakvöldverð Iðnó með sýningunni .
Svo er það Air Waves sem verður hjá okkur fimmtudag ,föstudag og laugardag ,dagskráin er eftirfarandi
Fimmtudag19:45 Stereo Hypnosis
20:30 Kira Kira
21:15 My Summer as a Salvation Soldier
22:00 Ólöf Arnalds
22:45 Valgeir Sigurðsson
23:30 Ben Frost (AUS)
00:15 Sam Amidon (US)
Föstudag
20:00 Rökkurró
20:45 Samúel J. Samúelsson Big Band
21:30 Esja
22:15 Plants and Animals (CA)
23:15 Forgotten Lores
00:00 Buck 65 (CA)
01:00 Jagúar
Laugardag
20:00 Borko
20:45 Tied & Tickled Trio (DE)
21:30 Ms John Soda (DE)
22:15 Seabear
23:00 Benni Hemm Hemm
00:00 Lali Puna (DE)
01:00 Mammút
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 09:51
Dagurinn í dag
Svo er bara að hita sig upp því Air Waves er í Iðnó í ár og verður öll næsta vika einir stórir tónleikar .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Iðnó ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar