Laugardagur

Ævintýri í Iðnó var sýnt í gær og var mjög góð stemmning . Mjög margir koma til mín til að þakka fyriri alveg frábæra sýningu. Guðrún er alveg að slá í gegn hjá áhorfendum og gagnrýnendum.

Hvet alla til að lát sýninguna ekki fram hjá sér fara .

Nú eru að koma í hús aðstandendur Alexandru Chernyshovu frá Óperu Skagafjarðar en það á að fara að taka upp myndband með henni hér í Iðnó . Við Stína erum hér að bíða eftir þeim og vonumst til að fá að heyra hana syngja áður en við förum heim.

Nú svo eru stólarnir góðu komnir á sinn stað á þriðju hæðinni en svo skemmtilega vildi til að ég fékk símtal fyrir jól frá konu sem hafði unnið hér í Iðnó ásamt móður sinni hér á árum áður . Hafði þeim áskotnast stólarnir þegar húsið var rýmt fyrir endurbyggingu. Nema hvað að nú vildi móðirin að stólunum yrði skilað hingað í Iðnó og lét ekki dótturuna í friði fyrr en hún var búin að vera í sambandi við mig og ég var náttúrulega himinlifandi að fá stólana. Nema hvað að ég áttaði mig ekki á því til að byrja með að gamla konan var dáin og var sem sagt að láta vita að handan að hún vildi að stólarnir færu aftur niður í Iðnó eða til Guðrúnar Ásmunds.


Þriðjudagur

Revíusýning í dag sem gekk mjög vel eins og venjulega ,eldri borgarar í meirihluta í dag og voru gestir mjög ánægðir með sýninguna.

Ákveðið var að bæta við sýningar vegna fjöld fyrirspurna . Ég fór í jarðaför í dag og komst þá að því að þessi vinkona mín er afkomandi uppeldissonar Frú Gunnþórunnar leikkonu og reyndar skýrð í höfuðið á henni .

Svona vill þetta nú oft verða ,ég búin að vera að leita að einhverjum sem getur aðstoðað við að koma upp minnisvarða um frú Gunnþórunni . Svo er þetta svona nálægt og komið í gang núna .

Næst er svo á dagskránni veislur næstu daga og svo Ævintýrið með Guðrúnu Ásmunds  á föstudagskvöldið .

 

 


Mánudagur 28 jan

Jæja voða rólegt í dag ,nema mikið að gera í veislupöntununum. Leikfélag Eldri borgara að æfa leikritið sitt og Maddi og Pétur að gera klárt fyrir Revíusýninguna á morgun, Nokkrir miðar losnuðu útaf forföllum þannig að ekki er alveg fullt .

Þurfum að gera nýtt plan á morgun svo ég geti sett inn fleiri sýningar .

Ég skellti mér í leikhús í Borgarnesið á laugardaginn og borðaði þetta fína hlaðborð á undan í Landnámssetrinu ´. Hvet alla til að gera sér ferð í Borgarfjörðinn.


miðvikudagur

Leikfélag eldri borgara Snúður og snælda er á fullu að æfa alla daga og svo voru krakkarnir mínir úr Tjarnarhópnum á æfingu uppi á annarri hæð í dag . Búin að vera áfundum í dag með tilvonandi brúðhjónum ,alltaf gaman að tala við þau um undirbúninginn. Vona að ég sé ekki of frek með tilhögun en ég tel mig með góða þjálfun í að vita hvernig þetta best gengur hér í Iðnó .

Núna erum við að undirbúa komu 120 blaðamanna sem eru hér í boði skartgripafyrirtækis frá Frakklandi og svo á ég von á 40 manna hóp sem er hér á ráðstefnu .

Nú fer að styttast með Revíusöngva bara þrjár sýningar eftir . á ekki von á að við getum sýnt lengur . Örn ,Soffía og Jónas svo upptekið fólk. Síðasta kvöldsýningin er á föstudagskvöld og ég hvet ykkur til að missa nú ekki af Revísöngvunum.


Sunnudagur 20 janúar

í dag er nú laugardagur og útskriftarveisla í gangi og Ópera Skagafjarðar að æfa í leikhússalnum.

Alveg orðið uppselt á sýninguna annað kvöld og ég að hringja í biðlistafólkið .

Svo kemur hópur að borða á eftir þegar útskriftin er búinn.


Fimmtudagur

í dag er hópur hjá okkur sem ætlar að funda og borða góðan hádegisverð. Svo er fyrsta æfing hjá leikfélagi eldri borgara Snúður og Snælda . Þau ætla að setja upp verk sem ber heitið Flutningurinn og fjallar um leikhóp sem er flytja sitt dót úr geymslu sem þau hafa haft og allar minningarnar sem því tengjast . Gott að hafa þau í húsi . Nú er orðið uppselt á La Traviata á sunnudagskvöldið .

Enn eru miðar til á Ævintýri í Iðnó á föstudaginn kl.20.00 og  Revíusýninguna á laugardaginn kl.14.00


Ævintýrið og Revísöngvar um helgina

Nú vil ég bara segja að núna er rétti tíminn til að panta miða fyrir helgina ,Revíasöngvar á föstudagskvöldið kl.20.00 og Ævintýri í Iðnó ,söguveisla með Guðrúnu Ásmunds á sunnudagskvöldið .Miðasalan í Iðnó er opin virka daga frá 11.00 til 16.00 og svo er hægt að kaupa miða á midi.is og senda mér póst á idno@xnet.is til að panta miða . Báðar sýningar alveg frábærar og enginn ætti að missa af þeim

Þriðjudagur

Rólegt í Iðnó í dag nema mjög gaman að svara öllum fyrirspurnum um veislur og önnur skemmtilegheit . Margir að spyrjast fyrir um brúðkaupsveislur og panta fyrir næsta sumar og líka um næstu jól.

Bjó til grænmetissúpu fyrir góðar konur sem voru að funda á annarri hæðinni,voða gott svona í kuldanum.

henti  jólatrjánum sem voru í Iðnó og var viss söknuður af þeim sérstaklega þessu stóra sem ég fékk í Grænum markaði 25 nóv og var fyrst í Iðnó og svo tók ég það heim í Mosfellsdalinn og stillti því upp í garðinn fyrir utan eldhúsgluggann svo ég gæti dáðst að því þegar ég vaska upp en veðrið var nú þannig að tréð var alltaf að detta um koll. Fór svo aftur með það niður í Iðnó og skreytti alveg upp á nýtt með bollunum úr bollasafninu fyrir jólaballið sem var á þrettándann . Tréð alveg yndislega fallegt . Þetta tré fær fékk mig til að taka ákvörðun um að skrifa smásögu um allt sem það hefur orðið vitni af frá því það kom í IÐnó .Fáið að sjá hana síðar ef ég get eitthvað skrifað .


Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

Jæja þá er nýtt ár hafið 2008 . Ég hef miklar væntingar um að það eigi eftir að vera mjög gott ár í Iðnó og fyrir mig persónulega .

Ævintýrið heldur áfram og verður fyrsta sýning á sunnudagskvöldið . Revíusýningin sem átti bara að sýna nokkur skipti fyrir jól fékk svo góðar viðtökur að Örn, Soffía og Jónas Þórir ætla að bjóða upp á fleiri sýningar og bjóða sérstakar dagsýningar sem eru svo vinsælar hjá eldri borgurum en einnig nokkrar kvöldsýningar líka.

Nú er tíminn fyrir árshátíðir að renna upp og er mjög mikið hringt og allt að verða uppbókað þessa daga sem komma til greina .

Verið er að æfa núna inn i sal verk sem ekki á að sýna hér í Iðnó og heyri ég að mikið gengur á ,voða notalegt að hafa leikhóp í húsinu að æfa .

Jæja læt þetta duga í dag en verð duglegri að skrifa næstu daga .


Gleðileg jól

Þá er allt að komast á fullt aftur. Iðnó orðið fínt gólfið í leikhússalnum alveg gullfallegt eftir viðgerðina. það verða hópar hjá okkur bæði gamlárskvöld og nýárskvöld og svo er gifting 29 des . Fallegur jólasnjór yfir öllu hér við tjarnarbakkann. Svo er bara að undirbúa sýningar á nýju ári .

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 557

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband