11.12.2007 | 20:00
Jólin að nálgast
Nú er verið að taka allt í gegn í Iðnó . Málarinn á fullu að mála og gólffræsarinn kemur á morgun að fræsa upp áratuga gamalt gólfið í leikhússalnum . það verður alltaf svo fínt á eftir . ég þarf að kaupa lakkverjur á stólana svo stólfæturnir rispi ekki gólfið alveg strax . ég á fullu að selja í ár Gjafabréf á sýningu að eigin vali í Iðnó. það er semsagt pása hjá okkur núna en allt fer að fullt í veislum
18 des og svo eru tónleikar 20 des með frábærum söngkonum
í Iðnó fimmtudaginn 20. desember kl. 21:00
Fram koma sönkonurnar Sólbjörg Björnsdóttir og Sólveig Unnur Ragnarsdóttir ásamt píanóleikaranum Karli Möller og þverflautu- leikaranum Nínu Hjördísi Þorkelsdóttur.
Þetta verður hresst og skemmtilegt jólaprógramm með hátíðlegu ívafi. Við hvetjum við alla til að koma og eiga notalega kvöldstund frá erli jólainnkaupanna.
Sólbjörg útskrifaðist með B.mus gráðu frá Listaháskóla Íslands síðastliðið vor og Sólveig útskrifaðist með Burtfararpróf og Söngkennarapróf frá Söngskólanum í Reykjavík.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðasala í Iðnó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 23:32
þriðjudagur 4 des
Flottur dagur i dag. .Yndisleg kona að halda upp á afmælið sitt og lítill hópr upp í Jólakvöldverð .
Svo er bara að undirbúa morgundaginn ,hann verður líka skemmtilegur með veislum í Iðnó og úti í bæ.
Nokkrir miðar losnuðu á Revíuna á laugardag en þeir seljast örugglega á morgun. Fullt af gestum í jólakvöldverðinn á laugardag á undan Revíunni og svo vona ég að gestir verði áfram og njóti hússins. Hlakka til að gera veisluna flotta hjá fyrirtæki á föstudaginn en svolítill tími hefur farið í að undirbúa hana ,svona öðruvísi vinnubrögð en ég á að venjast . vona að Hjörleifur mæti með fiðluna sína þá er allt fullkomið .
Svo minni ég á jólagjöfina fyrir þá sem eiga allt ,Gjafabréf í Iðnó annaðhvort á Ævintýri í Iðnó ,söguveisla með Guðrúnu Ásmunds eða Revíusöngva . Kostar kr.2900 fyrir manninn eða kr.5800 fyrir hjónin . Passleg verð fyrir jólagjöf að mínu mati .Hvernig væri að gleðja gömlu með svona fínni gjöf .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 16:57
mánudagur 3 des
Góðan daginn
allt fullt af veislum þessa vikuna og síðustu sýningar á Revíusöngvum um helgina . Allt orðið uppselt og því miður náum við ekki að setja upp sýningar milli jóla og nýárs . Ég kem til með að setja inn auglýsingar í vikunni ,hvenær við verðum með Ævintýrið og Revíusöngvana eftir áramót og mæli ég með að jólagjöfin í ár verði gjafabréf á leiksýningu að eigin vali í Iðnó ,alveg frábær gjöf fyrir foreldrana sem eiga allt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 18:46
Laugardagur 1 des
Jæja komið nýtt nafn á dagurinn dag ,set bara inn dagsetninguna . Var skömmuð ,sagt að þetta væri asnarlegt að láta bloggið alltaf heita það sama . Búin að bjarga því . Ekkert rosalega hugmyndaríkt en verður að ganga .
Síðasta sýning á Ævintýri fyrir jól á Ævintýrinu ,allir mjög ánægðir eins og venjulega og meðal gesta voru þrjár stelpur sem bjúggu hér uppi á þriðju í kring um 75, sögðust hafa baðað sig í bala úti í porti alveg frábært . Hlakka til að hitta þær aftur ,þær ætla að koma með myndir og lofa mér að taka eftir þeim. Þær voru svo skemmtilegar. Við erum búin að ákveða að taka sýninguna aftur upp eftir áramót þurfum bara að finna dagsetningar sem öllum hentar .
Revían er í kvöld og eru nokkrir miðar eftir og líka á morgun Sunnudag en svo er nánast uppselt næstu helgi. afmælisveisla að annarri hæð í kvöld og í gærkvöldi voru hér hjón að halda upp á 60 ára brúðkaupsafmæli .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 17:41
Dagurinn í dag
Rólegt í dag . Búin að fara með plaköt með Revíunni og ágætlega selt á hana .margir hafa pantað sér mat á undan og gert úr þessu helaften sem er svo skemmtilegt .
Minni á að nú fer hver að verða síðastur að sjá Ævintýrið ,síðustu sýningar á fimmtudag kl.14.00 og laugardag kl.14.00
Nú er ákveðið að Magga Stína og Hringir verða hér með tónleika og ball á Þorláksmessu og hefjast þeir kl.23.23 . Flott tímasetning hjá þeim
Var að tala við Mugison og vona að hans tónleikar verði föstudag 21 des. Alveg frábær diskur frá honum .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 12:31
Dagurinn í dag
Frumsýning á Revíusöngvum gekk frábærlega ,fullur salur af ánægðum gestum .Örn ,Soffía og Jónas slógu alveg í gegn með frábærum lögum úr gömlum Revíum ,flest lögin gamalkunnug en nokkur sem ég hafði ekki heyrt áður ásamt því að þau taka ´´Gunna var í sinni sveit ,,og þar eru fleiri vers en maður á að venjast . Semsagt alveg frábær skemmtun
Í dag er það svo Ævintýri í Iðnó með Guðrúnu Ásmunds kl.14.00 og er sýningin nánast full en nóg er af miðum á Revíasöngvana í kvöld kl.20.00 Alltaf virðist vera nóg af miðum á aðra sýningu ,þarf kannski að gera eitthvað í því upp á framtíðina .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 15:28
Dagurinn í dag
Góður dagur í dag
í morgun var Njarðarskjöldurinn veittur og fékk Iða hann að þessu sinni .
Svo voru Barnaheill með sína viðurkenningu í hádeginu og fékk Guðný Halldórsdóttir , Ragnar Bragason og strákarnir sem gerðu Breiðavikursmyndina þau að þessu sinni.
Svo eru tónleikar í kvöld með Fimm í tangó en þau spila finnskan tangó . Má búast við nokkrum finnum hér í kvöld sagði mér ung stúlka sem keypti miða hér áðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 13:00
Dagurinn í dag
Rólegt yfir Iðnó í dag. Heiðursleikararnir að æfa , frumsýning í byrjun jan og tíminn líður hratt.
Valdís Gunnars verður með undirritaða í viðtali á sunnudag á Bylgjunni allir hlusti nú . Kvíði svolítið fyrir en hlakka til að segja frá Iðnó ,en er alltaf svolítið stressuð . Næsta sýning á Ævintýrinu er á fimmtudag kl.14.00 og hvet ég enn einu sinni alla til að missa ekki af þeirri sýningu ,mæli með henni 100 prósent
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2007 | 10:31
Dagurinn í dag
Búin að vera hér síðan kl.7.30 í morgun. A&A uppboðshús verður með uppboð á mynt ,frímerkjum og listmunum í dag og búið að vera að undirbúa það . Spennandi að sjá hvort góð mæting verður. Þeir ætla að vera hér i Iðnó og gaman að taka þátt í því .
Frábærir tónleikar og húsfyllir á báða tónleika í gær . Dansaður Tangó fram á nótt og afmælið gekk vel uppi á þriðju. Hingað komu gestir í afmælið sem sögðu mér að það hefðu verið ljósmyndarar á gluggunum í Fríkirkjunni í brúðkaupsathöfninni sem þar fór fram í gær . Ég var einu sinni spurð um þetta hér í Iðnó þegar þekktir aðilar voru hér með veislu og fannst mér það fráleitt þá en svona er þetta orðið .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 16:37
Helgin
Þá er helgin að hefjast ,mikið um að vera í Iðnó . í kvöld er það Ævintýri í Iðnó söguveisla með Guðrúnu Ásmundsdóttur . Á morgun eru svo tónleikar með Sauth River Band
kl.16.00.Útgáfutónleikar í IÐNÓ
South River Band og allar stúlkurnar á útgáfutónleikum í Iðnó
Laugardaginn 17. nóvember 2007 kl. 16:00
South River Band fagnar útgáfu fjórða hljómdisks sveitarinnar með
útgáfutónleikum í Iðnó laugardaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 16.
Hann ber nafnið Allar stúlkurnar og á tónleikunum verða leikin lög af
þessum nýja hljómdiski ásamt völdum lögum af eldri hljómdiskum.
South River Band hefur starfað um rúmlega 7 ára skeið og gefið út
fjóra hljómdiska sem selst hafa í yfir 10.000 eintökum samtals.
Viðfangsefni hljómsveitarinnar eru að stærstum hluta frumsamin lög og
textar. Allar stúlkurnar geymir 14 lög. Helmingur þeirra eru
frumsamin en einnig eru þar nokkur ungversk sígaunalög. Öll eru lögin
sungin - utan eitt - og textarnir eru flestir frumsamdir og fjalla um
spaugilegar hliðar tilverunnar og dauðans alvöru, grín og glens, sorg
og sút, og allt þar á milli.
Hljómsveitin South River Band er skipuð þeim Grétari Inga Grétarssyni
sem leikur á kontrabassa, Helga Þór Ingasyni á harmoniku, Kormáki
Braga Þráinssyni á gítar, Matthíasi Stefánssyni á fiðlu og gítar,
Ólafi Sigurðssyni á mandolín og Ólafi Þórðarsyni á gítar. Allir
syngja þeir félagar auk þess að leika á hljóðfæri sín. Nýr meðlimur
sveitarinnar er Gunnlaugur Helgason sem leikur á gítar og banjó auk
þess að syngja. Hljómsveitarmeðlimir eiga það sameiginlegt að eiga
tengsl við byggðina Kleifar sem stendur við utanverðan Ólafsfjörð.
Einn bæjanna á Kleifum heitir Syðri-Á og af honum ber sveitin nafn sitt.
South River Band heldur áfram að styrkja góð málefni með útgáfu sinni
og að þessu sinni fær MS félagið 500 krónur af hverju seldu eintaki
af nýja disknum. Hann verður til sölu á tónleikunum en annars verður
hann einvörðungu til sölu í vefversluninni www.tonsprotinn.is.
Aðgöngumiði á útgáfuntónleikana kostar 1.000 kr og allir eru
velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðasala er hafin í Iðnó.
www.southriverband.com
www.tonsprotinn.is
www.simnet.is/kleifar
Um kvöldið eru svo Silencio að spila Tangómúsik og er Milonga frá kl.21.00 til kl.01.00
MILONGA - í Iðnó við Tjörnina!
Laugardagskvöldið 17. nóv. kl 21-01
Sérstakir gestir:
Silencio Tangoquartet frá Argentínu/Uruguay
Silencio tangokvartett leikur á tónleikum og milongu í Iðnó laugardagskvöldið 17. nóvember. Tangóhljómsveitin Silencio var stofnuð í Evrópu árið 2001. Á aðeins örfáum árum var þeim boðið að spila á öllum helstu tangóhátíðum í Evrópu og urðu fljótt ein eftirsóttasta og vinsælasta tangóhljómsveit álfunnar. Í fyrstu unnu þau með Alfredo Marcucci, bandoneonleikara frá Buenos Aires í Argentínu sem veitti þeim innblástur og endurspeglun inn í tónlist gömlu meistaranna í Buenos Aires frá 5. og 6. áratug síðustu aldar.
Silencio er orquesta tipica eða hefðbundin tangóhljómsveit sem byggir á upprunalegri tangótónlist með þeim einkennandi krafti og einstaka hljómi. Silencio hefur vakið athygli fyrir frábæran tónlistarflutning, einstaklega dynamíska og dansvæna tónlist og skemmtilega sviðsframkomu.
Meðlimir sveitarinnar eru frá Argentínu, Uruguay, Þýskalandi og Ítalíu. Þeir hafa þegar gefið út einn disk og er annar væntanlegur. Silenicio tangokvartett spiluðu á TANGO on ICEland - tangofestival 2005, við frábærar undirtektir.
Tangófélagið stendur fyrir komu þeirra hingað til lands. Kvöldið hefst með tónleikum sveitarinnar, en síðan munu þeir leika áfram fyrir dansi fram eftir kvöldi. Tango DJ í hléum.
Húsið opnar kl. 21 Aðgangseyrir er 1.500 kr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Iðnó ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar