Síðasta sýning á Flutningunum

Síðasta sýning er á Flutningunum á sunnudag kl.14.00 sýningin fengið góða dóma hjá áhorfendum enda skín  leikgleðin frá sviðinu.

Ævintýrið fékk nú ekki menningarverðlaun DV en gaman að Guðrún skyldi fá tilnefninguna samt .

Er alveg að verða uppselt á þriðjudag .

Ekkert leikhús nema flutningarnir um helgina og svo er sýninginn EF á mánudagsmorgun .

Árshátíðir í kvöld og annað kvöld  og blaðamannafundur í fyrramálið og konur að hittast á sunnudag . Frábær helgi framundan


Menningarverðlaun DV

Frábært Guðrún Ásmundsdótir hefur verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir Ævintýri í Iðnó ,söguveisla með Guðrunu Ásmundsdóttur. Mjög gott val ,held þetta sé með bestu sýningum á leikárinu allavega finnst mér það af því sem ég hef séð ,þarf bara að ýta Grímumeðlimum að þeir mæti til að sjá sýninguna .

 

Síðasta sýning á Revísöngvum er svo á morgun og hvet ég alla að missa ekki af þeirri sýningu .

Hér voru flottar konur í hádeginu að borða súpu og funda þannig að það var hraðskipting fyrir Flutningana en allt gekk vel og hægt að byrja á réttum tíma .


Frumsýning hjá Snúð og Snældu

Nú er verið að frumsýna flutningana og er fjöldi prúðbúinna frumsýningargesta. boðið verður upp á freyði og Tapas eftir sýningu .

Báðar veislur uppi og niðri gengu mjög vel í gær góður rómur gerður að mat eins og við eigum nú að venjast ,Árni er alveg frábær kokkur . Eins og ég hef áður sagt þá er hann besti kokkur sem ég hef unnið með og hef ég unnið með þeim flestum af betri sortinni  í gegn um tíðina .

Svo er sýning á Söguveislu Guðrúnar Ásmunds i kvöld kl.20.00


Sauth River Band

South River Band með síðdegistónleika í Iðnó.

Laugardaginn 1. mars heldur South River Band (Hjómsveitin frá Syðri-Á) tónleika í Iðnó kl. 16:00. Tónleikarnir eru liður í útrás sveitarinnar sem hefur að undanförnu gert garðinn frægan fyrir að vera "Húsbandið hans Geirs", en hann lánar það til söngvara eins og Ragnars Bjarnasonar, Björgvins Halldórssonar og Bubba Morthens. Enginn þessara virtu söngvara kemur fram á tónleikunum, svo vitað sé. Í South River Band eru: Helgi Þór Ingason harmónika, Matthías Stefánsson fiðla og gítar, Gunnlaugur Helgason banjó og gítar, Ólafur Sigurðsson mandólín, Kormákur Bragason og Ólafur Þórðarson hryngítarar og Grétar Ingi Grétarsson kontrabassi, auk þess syngja þeir allir.

Efnisskrá tónleikana samanstendur af lögum og textum sveitarinnar, sem komið hefur út á fjórum geisladiskum. Tímasetning tónleikanna er nokkuð sérstæð en af fyrri reynslu, virðast áheyrendur kunna að meta hana, því síðast var fullt hús.

Síðasti diskur SRB, "Allar stúlkurnar" , sem kom út sl. haust hefur hlotið góðar viðtökur og er plata vikunnar á Rás 2 (25. feb. - 2.mars.) Diskar South River Band eru allir til sölu á tónsprotinn.is með kaupum á einhverjum af diskum SRB er um leið verið að styrkja góð málefni m.a.

Sambýli fyrir einhverfa, Klúbbinn Geysi, MS-félagið og Ljósið.

Miðapantanir og sala eru í IÐNÓ.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


Föstudagur

Þá er það skoska danskvöldið í kvöld . Hljómsveitin byrjuð að æfa . Leikfélag eldri borgara var að keyra sýna sýningu í morgun og verða með generalprufu í fyrramálið  kl.10.00 allir velkomnir.Frumsýning á sunnudag .

Svo er hann Gunni byrjaður að æfa sýningu fyrir ungt fólk sem verðu á fjölunum næstu vikurnar á morgnana ,spennandi að sjá hana .

Lára og Ástrós eru uppi að lata mynda sig ásamt einhverju kyntrölli sem verður með þeim á plakatinu ,ég gef það ekkert upp núna hver það er . Skapa smá stemmu um það ....

Sauth River Band voru að panta húsið fyrir tónleika 1 mars kl.16.00 fínn tími fyrir tónleika .

Svo er bara að undirbúa veislurnar á morgun ,

 


Þriðjudagur

Nú er bara búið að vera svo mikið að gera hjá minni að ég hef ekki mátt vera að því að skrifa um allt sem er að gerast hér í Iðnó

Var á fundi með manni sem stendur ásamt öðrum fyrir Swing og Lindi Hop balli sunnudagskvöldið annann mars . ég verð að segja að mig hlakkar jafn mikið til að upplifa það ball og skosku dansana sem verða núna á föstudagskvöldið . Það verðu ábyggilega mikið fjör.

Ég var á fyrirlestri með Eddu Björgvins í hádeginu þar sem hún fjallaði á sinn frábæra hátt um húmor í stjórnun og svo var líka fínn matur með á Grand hótel . Hitti svo Eddu á fundi hér niðrí Iðnó á eftir en hún verður veislustjóri í veislu hér um helgina . alltaf gott að hitta Eddu . Revísöngvarnir voru alveg fullbókaðir kl.14.00 í dag . Eldri borgarar í meirihluta  á dagsýningunum .

Nú fer sýningum fækkandi á Revíusöngvunum og líka á Söguveislunni hennar Guðrúnar ,allir að drífa sig þið megið ekki missa af frábærum sýningum.

Helgarnámskeið og Dansiball 1. og 2. mars!!

Í lok febrúar kemur til landsins einn frægasti Lindy Hop dansari heims. Hann heitir Andrew Sutton og heldur námskeið (workshop) helgina 1.-2. mars. Þessi viðburður mun ná hámarki með heljarinnar Swingdansleik þar sem Stórsveit Suðurlands mun leika fyrir dansi í Iðnó sunnudagskvöldið 2. mars.

Stórsveit Suðurlands er 20 manna “Big Band” hljómsveit undir stjórn Vignis Snæs Stefanssonar í anda Glenn Miller. Hún samanstendur af tónlistarmönnum af Suðurlandi þ.á.m. Kristjönu Stefansdóttur og Guðlaugu Ólafsdóttur.

Swing DJ tónlist fyrir og eftir tónleikana!

Það verða til taxidansarar alltaf tilbúnir til að dansa við hvern/hverja sem er og sem munu gjarnan bjóða fólki upp á dans!

Létt spor verða kennd áhugasömum fyrir tónleikana!

Óvænt uppákomur!

Búningauppástungan (engin skylda): Swing Style 4ða og 5ta áratuga

Ef þið hafið áhuga á að læra smá Swing fyrir ballið, komið á Hitt Húsið (3. hæð) þriðjudaginn 19. feb eða föstudaginn 22. feb milli 19:00 og 22:00. Við skulum sýna ykkur nokkur spor.

Til að fá frekari upplýsingar um helgarnámskeið (workshop með Andrew Sutton) eða almennt séð hafið samband við Hakan á netfangið hakan@lindyravers.com

 


Miðvikudagur 13 febr.

Jæja núna er allt að gerast . ég sem var með vol og væl að hafa misst út Heiður upp í Þjóðleikhús . alltaf kemur eitthvað í staðinn. Síðust tvo daga hefur verið gengið frá að flottustu dansararnir Lára Stefáns og ætla að setja upp danssýningu með húmor ,mjög spennandi og svo þegar sýnt er á laugardögum verður ball á eftir . Meiningin er að gera svona Kit Kat stemmningu í Iðnó . Nú þarf ég bara að finna lampa og annað tilbehör til að skapa réttu stemninguna . Svo verður boðið up á kampavín ,jarðaber og sætindi . Kannski líka matseðil uppi á undan fyrir þá sem vilja .

Svo ætlar hann Gunnar að koma með ungmennasýninguna sína kannski ,vona að af því verði .

Kvennaskólapíur komu svo hér í morgun og verða með sína sýningu hjá okkur í apríl ,þegar tjarnarbíó lokar .

 


Tangó á laugardegi

Nú er tangómaraþon í gangi, þvílík snilld . Alveg elska ég að horfa á þessa færu dansara . Svo er hægt að fá kennslu fyrir þá sem eru að byrja

Veðrið setur náttúrulega svip á vetrarhátíð því margir þora ekkiút en þessir menningarþyrstu láta það ekki á sig fá .

 


Vetrarhátíð

 Í  dag hafa margir hópar verið að æfa . Fyrst í morgun voru þau hér með Flutninginn ,nú fer að nálgast frumsýningin hjá þeim Svo kom Tjarnarhópurinn og uppúr hádegi komu þau sem ætla að spila undir Tangóinn á laugardagskvöld að æfa . Gítar og flauta alveg yndisleg .

Ég var svo á fundi með hóp sem ég fer í samstarf við að skemmta matargestum í hádeginu næstu misserin.

Hlakka mikið til samtarfsins þetta var einmitt sem okkur vantar hér í Iðnó . Fjölbreitt skemmtun með tónlist og fróðleik fyrir ferðamenn.

ágætt að gera í miðasölunni og hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Revíuna og Ævintýrið .

Hér kemur svo dagskráin á Vetrarhátíð .

Opið verður í kaffihúsinu alla dagana með heitt súkkulaði og kaffi

Fimmtudag .

21:00    Vín, grín og violin. Fiðlutónlist frá 17. öld frá þeim tíma er fiðlan var fyrst og fremst danshljóðfæri. Martin Frewer, Lilja Hjaltadóttir og Dean Ferrell flytja og þeim til liðsinnis eru dansaramr úr Listdansskóla Íslands undir leiðsögn Ingibjargar Björnsdóttur.Iðnó,

Föstudag

 09.00 -  12.00                Krydduð kuldatíð. Öðruvísi málþing um fjölbreytileikann í íslensku samfélagi, þar sem boðið verður upp á fyrirlestra um fjölbreytileika í matargerð, veðráttu, mannlífinu o.fl. auk ýmissa skemmtiatriða. - Ómar Ragnarsson fjallar um veðrið- Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur fjallar um  matargerð- Hvers kyns fjölmenning?  Kristján Kristjánsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands - “Kakkalakkar og krimmar” – Mexikaninn Raúl Saéns og Litháinn  Tadas Plonis ræða saman- Ævar Kjartansson dagskrágerðarmaður fjallar um  trúna í samtímanum. Að málþingi loknu verður boðið uppá brauð frá öllum heimsálfum.

Að málþinginu standa Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða og Alþjóðahús og AUS-Alþjóðleg Ungmennaskipti. Iðnó,

Tangómaraþon í Iðnó laugardag kl. 12:00 - 06:00



 

Tangó fyrir alla. Maraþonið hefst á hádegi á laugardag og verður dansað fram á sunnudagsmorgun í Iðnó. Keppendur skrá sig í Tangómaraþonið og er keppt um lengsta úthaldið. En að auki við keppnina er boðið uppá fjölbreytta dagskrá sem hentar öllum; kennsla fyrir byrjendur og lengra komna, tangó leikþáttur, og ýmis tónlistaratriði. Kjörið tækifæri fyrir forvitna að skyggnast inn í skemmtilegan og fjölbreyttan heim tangósins í Reykjavík. Öllum velkomið að líta við hvenær sem og fylgjast með uppákomum og taka þátt í dansinum. Iðnó.

12.00-14.00 Skráning á maraþon og kynning á reglunum
DJ Riku spilar fyrir dansi 

14.00-15.30 Kennsla fyrir vana dansara. Kennarar Riku og Samira

15.30-17.00 Kennsla fyrir byrjendur. Kennarar Hany og Bryndís

17.00-20.00 DJ Riku spilar fyrir dansi

20.00-20.40 Saga tangósins e. A. Piazzola. Leikþáttur um sögu tangósins þar sem tónlist, dans og ljós blandast saman. Tónlist frá Suður – Ameríku í flutningi Pamelu De Sensi á þverflautu, Rúnars Þórissonar gítarleikara og Sigurþórs Heimissonar leikara.

21.30-22.00 Riku og Samira ásamt Bryndísi og Hany sýna

22.30-23.30 Tónleikar Hrafnkell Orri og hljómsveit

23.30-06.00 DJ Riku spilar fyrir dansi

12.00  Verðlaunaafhending og Brunch

 

og svo síðast en ekki síst er Söguveislan hennar Guðrúnar ásmunds á dagskrá á sunnudagskvöld kl.20.00


Mánudagur

jæja allt búið að vera brjálað í dag . Kom í ljós að við höfum ofbókað á Revíusýninguna og setjum þar af leiðandi upp aukasýningu á morgun kl.15.15 eitthvað svoleiðis. Ég ætla að taka vel á móti hópunum tveim sem hringdu í dag til að tilkynna fjölda og segja þeim sögu hússins og svo ætlar Snúður og snælda að kynna sýninguna sína . Kanski við höfum líka fjöldasöng . Allavega reddast þetta alveg með góðum vilja allra . Læt núna fylgja með minningu af heimasíðunni

Benjamin Á Ísaksson segir frá:

Þetta var árið 1965 ég þá 10 ára og ég ásamt fleirum hér á Reykjavíkursvæðinu orðin altalandi á ensku vegna þess að við vorum alin upp við eina sjónvarpsstöð. KANASJÓNVARPIÐ á Keflavíkurflugvelli. Eitt var að vera altalandi á ensku en hvernig tungumálið er skrifað og málfræðin sem því tilheyrði var jafnframandi og kínverska því ákváðum við 3 (einn datt fljótlega út þannig að við vorum bara tveir eftir)bekkjarfélagar að fara í kvöldtíma í ensku hjá námsflokkum Reykjavíkur en þeir voru á þessum tíma í Miðbæjarbarnaskólanum hinum megin við götuna hjá Iðnó.

Þeir félagar mínir bjuggu í Árbæjarhverfinu en ég bjó upp á Baldurshaga rétt fyrir ofan Rauðavatn. Strætóferðir á þessum tíma voru mjög stopular og til þess að koma ekki of seint í þessa kvöldtíma en þeir voru þrisvar eða tvisvar í viku man það ekki alveg, stóð þannig á að við vorum mættir niður í miðbæ tæpum klukkutíma áður en kennsla átti að hefjast.

Svo heppilega vildi til að faðir Einars bekkjabróður míns var þá að ég held húsvörður í Iðnó og gátum við þá eytt þessum klukkutíma sem við þurftum að bíða eftir að kennsla hæfist inni í Iðnó og man ég sérstaklega eftir því að faðir Einars bauð okkur ævinlega upp á kók og prins polo þegar að við komum.

Þarna voru oftar en ekki ljósameistarar og hljóðmeistara að stilla sín tól og tæki og leikarar að æfa sínar rullur og þótti mér 10 ára guttanum þetta vera töfraveröld og alveg einstök upplifun að fá að fylgjast með þessu í heilan vetur.

Síðan þá hlýnar mér alltaf svolítið að innan og ánægjubros læðist yfir andlitið þegar að ég geng fram hjá þessu húsi,þetta er einhvernvegin í mínum huga án þess að geta útskýrt það nánar gott hús með góða sál.

Bestu kveðjur Magga.

Benjamin Á Ísaksson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband