Söngvaraball Íslands 2008

 

Systur

Langar að vekja athygli ykkar á frábærri danssýningu sem verðu frumsýnd hér í Iðnó 1 maí . Sýningar verða um helgar í maí og hefst sýningin kl.20.30

Boðið er upp á leikhúsmatseðil á undan á annarri hæðinni fyrir þá sem þess óska .

Sjá nánar á heimasíðu Iðnó www.idno.is

Svo langar mig að vekja athygli ykkar á að ég er að blogga um það sem er að gerast í Iðnó á idno.blog.is fyrir ykkur sem hafið áhuga á því .

Systur

Iðnó

Dansverkið "Systur" er rússíbanaferð um hugaróra og veruleika tveggja kvenna;  losti, munúð, limir, sektarkennd, hreinleiki, trú, von, kærleikur, líf, dauði, spenna, umbreyting.

,,Ég kvaðst á við fjandann''

„Ég kvaðst á við fjandann“
Dagskrá í aldarminningu Steins Steinars á Degi bókarinnar

Dagskrá í aldarminningu Steins Steinars á Degi bókarinnar 23. apríl n.k.

Eftirtalin ljóðskáld velja og lesa ljóð eftir Stein að undangengnum formálsorðum:

  • Bragi Ólafsson
  • Gerður Kristný
  • Linda Vilhjálmsdóttir
  • Matthías Jóhannessen
  • Óskar Árni
  • Sigurður Pálsson

Þórður Helgason flytur erindi um Stein Steinarr og Guðmundur Ólafsson les úr prósa Steins.

Kvennakór við Háskóla Íslands undir stjórn Margrétar Bóasdóttur syngur lög við ljóð skáldsins.

Dagskráin fer fram í Iðnó og hefst kl. 20 og er ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir.


Helgin framundan

Stelpurnar á fullu að æfa Systur . Nú fer að nálgast frumsýningin hjá þeim .

Mikið um að vera um helgina ,aðalfundur í dag og svo ferðamannahópur í kvöld . Veit reyndar ekki hvaðan þau koma . á morgun er fundur hjá félagi og síðan kvöldverður á eftir og annar hópur uppi sem ætlar að gera sér glaðan dag .

á sunnudaginn er svo ferming í hádeginu og ferðamannahópur um kvöldið .

Hjalti les svo upp í síðasta skipti að sinni ljóð eftir Þorstein frá Hamri á mánudagskvöldið og hefst lestur kl.17.00

 Kl.17.00 Meðan þú vakir  1999

Kl.19.00 Vetrarmyndin   2000

Kl.21.00 Meira en mynd og grunur  2002

Kl.23.00 Dyr að draumi   2005


Fullt af nýjum myndum

Nú er hann Hjalti byrjaður að lesa úr verkum Þorsteins frá Hamri .

Nú ættuð þið að kíkja á myndirnar sem við Hannes vorum að setja inn. Það er frá fermingarveislu sem var hér í gær, svart þema hjá fermingardreng og svo eru plakatamyndir af Systrum.

Rólegt í Iðnó þessa dagana, æfingar á fullu hjá Systrum og svo náttúrulega æfingar hjá Tjarnarhópnum

Fermingarmydfermingarmydn2fermingarmynd1                                 systur2


Fermingarhelgi

Jæja þá eru æfingar hafnar af fullum krafti á Systrum ,danssýningu með þeim stöllum Ástrósu Gunnars og Láru Stefáns ásamt leynigesti  sem verður frumsýnd 3 maí .

Helgin er fullbókuð í fermingarveislur, tvær á laugardag og tvær á sunnudag . Svo er Þorsteinsvakan á mánudag ,upplestur Hjalta Rögnvalds .

 

 


Þorsteinsvaka

jæja þá er ég komin úr frýinu .

Hér voru yndislegir ljóðatónleikar á frönsku á vegum Alliance Francaise í morgun og upplestur á frönsku .

Um helgina eru veislur , bæði fermingar og árshátíð og svo byrjar hann Hjalti með upplesturinn á verkum Þorsteins frá Hamri á mánudag . Hér kemur dagskráin

Þorsteinsvaka    Þorsteinn frá Hamri 70 ára og 50 ár liðin frá útkomu fyrstu ljóðabókar hans . Hjalti Rögnvaldsson leikari flytur ljóð Þorsteins í Iðnó mánudagana 31. mars , 7.,14., og 21. apríl  Aðgangur ókeypis  Mánudaginn 31 mars  Kl.17.00             Í SVÖRTUM KUFLI  (1958) Kl.19.00           TANNFÉ HANDA NÝJUM HEIMI (1960) Kl.21.00           LIFANDI MANNA LAND   (1962) Kl.23.00           LANGNÆTTI Á KALDADAL (1964)   Kl.01.00          JÓRVÍK          (1967)  Mánudagur 7. Apríl  Kl.17.00          VEÐRAHJÁLMUR (1972) Kl.19.00          FIÐRILDI ÚR SÆNG DALADROTTNINGAR (1977) Kl.21.00          SPJÓTALÖG Á SPEGIL (1982) Kl.23.00          NÚ LJÓÐ (1985)          Mánudagur 14 apríl Kl.17.00          URÐARGALDUR (1987) Kl.19.00          VATNS GÖTUR OG BLÓÐS (1989) Kl.21.00          SÆFARINN SOFANDI (1992) Kl.23.00          ÞAÐ TALAR Í TRJÁNUM (199)  Mánudagur 21 apríl  Kl.17.00          MEÐAN ÞÚ VAKTIR (1999) Kl.19.00          VETRARMYNDIN(2000) Kl.21.00          MEIRA EN MYND OG GRUNUR (2002) Kl.23.00          DYR AÐ DRAUMI (2005)    

 


Paskar

thid verdid ad afsaka stafsetninguna tvi nu er eg stodd i Prag . Idno er i dvala naistu daga nema audvitad fermingarveislur baidi i leikhusal og uppi . Sidustu siningar a aivintirinu eru 27 og enn eru til midar . haigt er ad senda tolvupost a idnoat xnet eda kaupa a midi.is .

Gledilega paska


Fiðluball

Í kvöld er árlegt fiðluball Menntaskólans í Reykjavík hér í Iðnó .

Gaman að svona hefðum sem er haldið við . nemendur dansa í leikhússalnum undir lifandi músik og svo eru teknar bekkjarmyndir af þeim uppi á þriðju hæð.

 

 


Síðustu sýningar á Ævintýri í Iðnó ,söguveisla með Guðrúnu Ásmunds

Nú fer hver að verða síðastur að sjá Ævintýri í Iðnó söguveisla með Guðrúnu Ásmunds .

Síðasta sýning fyrir Páska á laugardagskvöldið kl.20.00

Svo eru það nú fermingarnar ,þrjár á sunnudag og svo um páskana . Verð nú sjálf í útlöndum og fer á mánudag ,hlakka mikið til að ferðast með Sigga mínum til Prag og fleiri staða í Evrópu.

Alltaf gaman að taka þétt í fermingarstússinu með gestunum. Nú er súkkulaðitertur vinsælar og einhverjir vilja hafa svart þema en það verður að passa að hafa ekki of mikið svart þó fínt sé að hafa þann lit með .

Nú er allt að róast í leikhúsinu áður en æfingar hefjast á Systrum með Láru og Ástrósu . Mjög spennandi sýning með þeim þar á ferðinni ,hlakka til að sjá hana .

í  Iðnó er nú alltaf eitthvað að  gerast á hverjum degi samt ,í gær var sýning fyrir unglinga kl.09.00 á Hvað Ef sem er svona frábært leikrit um ungmenni í neyslu og afleiðingar af því , fundur hjá Bandalagi ísl listamanna  og svo voru stofnuð hér ný íbúasamtök miðbæjarins í gærkvöldi .

í dag er það Tjarnarhópurinn með æfingu og svo fundarhöld með tilvonandi afmælis,ráðstefnu og fermingargestum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband