25.9.2008 | 13:12
Kvikmyndahátíð
Þá byrjar kvikmyndahátíð í dag . Það róast hjá mér því ekkert er hægt að gera á meðan í leikhússalnum . Andaleikhópurinn æfir stíft að annarri hæðinni fyrri partinn en þar eru hópar að koma og borða flesta daga . Svo er mikil vinna framundan við markaðssetningu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 14:16
Þriðjudagur
Komið þið sæl .
Nú er verið að undirbúa kvikmyndahátíð og svo er leikhópurinn að fullu að æfa Dansaðu við mig eftir Þórdísi Elfu
svo er komið á hreint að Heimilistónaball verður Laugardaginn 11 október .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 14:11
Haust
Þá er allt komið í gang fyrir veturinn. jazzhátíð á fullu ,tónleikar með Sextett Hauks Gröndal með Ragga Bjarna núna kl.15.00 og svo Steintryggur í kvöld kl.20.00 og svo á annarri hæð stofutónleikar ,bara eins í Laxnesi með Steintryggi .
Æfingar eru hafnar á Dansaðu við mig .leikverk sem verður frumsýnt í október.segi ykkur nánar frá því síðar .Bjarni Haukur hefur svo kíkt inn og æft fyrir Svíþjóðarsýninguna sína og er ég að hugsa um að skreppa á frumsýninguna hjá honum á Pabbanum á sænsku.
Svo er Tangóhátíð um helgina byrjar reyndar á fimmtudagskvöld .
Búið að vera fínt sumar mikið af tónleikum og brúðkaupum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2008 | 01:17
Hæ aftur allir
Hélt að bloggið dytti niður þegar ég hætti að auglýsa í blaðinu,en ætla þá að halda áfram úr því ég get það
búið að vera brjálað að gera undanfarið,tóleikar,brúðkaup og allskonar veislur . Allg gengið mjög vel . svo hef ég verið í samningum við listamenn fyrir næsta haust og vetur . Örugglega Geirfuglatónleikar og ball á menningarnótt, Tangóhátíð í lok ágúst og strax á eftir Jazzhátíð svo kemur Kvikmyndahátíð . Þegar henni er svo lokið verður nýtt Íslenskt verk frumsýnt . Nánar um það síðar. Inn á milli eru svo veislur af ýmsum tilefnum.þrennir tónleiar eru svo í næstu viku ,læt vita betur með þá á morgun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 13:09
Geirfuglar
því miður falla tónleikarnir með Geirfuglunum niður á mánudag af óviðráðanlegum ástæðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2008 | 10:27
tónleikar
Jæja þá sest ég loksins og skrifa blogg. Ekki að það hafi verið svona lítið um að vera ,þvert á móti er búið að vera mikið að gera og svo ég líka í burtu,búin að fara til Köben og Osló að hitta gamla félaga og í skaftafell með góðum vinkonum. Nóg um það . Hér voru tónleikar í gær með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni og ég bauð upp á fermingarhlaðborð stæll 1960 ,allt í stíl við tónlistina. Drengurinn hefur alveg guðdómlega rödd og var með úrval tónlistarmanna með sér . Hinir eiginlegu útgáfutónleikar verða svo á sunnudag kl.14.00 ekki missa af þeim . Hægt er að skoða alt um tónleikana á heimasíðunni www.idno.is
Hvanndalsbræður eru síðan með tónleika í kvöld Svo er brúðkaup á morgun. tónleikarnir kl.14.00 og veislur bæði upp og niðri á sunnudag . Geirfuglarnir eru svo með útgáfutónleika á mánudag og ekki vantar nú fjörið í þá ,þetta verður frábært . Svo er nú komin sautjándi júuuníii . Opið í kaffihúsi allann daginn eins og venjulega . Alltaf fín stemning í Iðnó.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 12:50
Tónleikar
Þá er hver að verða síðastur að sjá Systur ,bara sýning í kvöld og svo síðustu sýningar næstu helgi föst og laug.
Stór hópur í mat í kvöld á annarri hæðinni og Systur í leikhússal í kvöld . Útgáfutónleikar með Ólafi Arnalds ,mjög virtur tónlistarmaður þar en ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki hlustað á hann áður en ætla að fylgjast með á morgun. svo voru Hvanndalsbræður að panta húsið 13 júní (afmælisdagur mömmu ) Mér hætti nú til að segja Hvannbergsbræður ,var það ekki voða fín skóbúð í gamla daga .
Hljómsveitin Hvanndalsbræður heldur útgáfutónleika í Iðnó föstudagskvöldið 13.júní nk. Bandið er að gefa út fimmta disk sinn sem bera mun heitið Knúsumstumstund meðlimir eru orðnir 5 og hafa bætt við sig alls konar skrítnum hljóðfærum. Einnig verður farið yfir gamalt og gott efni sveitarinnar. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 21.00 og standa til 22.42. húsið opnar 20.00 og kostar 1500 kall inn. Tónleikar Hvanndalsbræðra eru margrómaðir fyrir frábæra skemmtun og mikið flipp. Ekki missa af þessu !!!Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 12:44
Systur
3 sýning föstudag 9 maí kl.20.30
4 sýning laugardag 10 maí kl.20.30
5 sýning laugardag 17 maí kl.20.30
6 sýning föstudag 23 maí kl.20.30
Boðið er upp á leikhússmatseðill fyrir sýningu.
Sjá nánar á heimasíðu Iðnó www.idno.is
Systur
Höfundar og flytendur Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir Texsti Hrafnhildur HagalínTónlist Guðni FranssonLýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar Dýrleif ÖrlygsdóttirBloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 12:26
Systur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2008 | 20:06
Söngvaraball Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Iðnó ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar