,,Ég kvaðst á við fjandann''

„Ég kvaðst á við fjandann“
Dagskrá í aldarminningu Steins Steinars á Degi bókarinnar

Dagskrá í aldarminningu Steins Steinars á Degi bókarinnar 23. apríl n.k.

Eftirtalin ljóðskáld velja og lesa ljóð eftir Stein að undangengnum formálsorðum:

  • Bragi Ólafsson
  • Gerður Kristný
  • Linda Vilhjálmsdóttir
  • Matthías Jóhannessen
  • Óskar Árni
  • Sigurður Pálsson

Þórður Helgason flytur erindi um Stein Steinarr og Guðmundur Ólafsson les úr prósa Steins.

Kvennakór við Háskóla Íslands undir stjórn Margrétar Bóasdóttur syngur lög við ljóð skáldsins.

Dagskráin fer fram í Iðnó og hefst kl. 20 og er ókeypis og öllum opin á meðan húsrúm leyfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta verður gaman. Get samt ekki mætt þar sem við erum að fara til Bilbao. Uppáhaldsljóðið mitt er Hvíld.

Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax
en kvöldið stóð álengdar hikandi feimið og beið,
að baki okkur týndist í mistrið hin langfarna leið
eins og léttstigin barnsspor í rökkur hins hnígandi dags.

Við settumst við veginn tveir ferðlúnir framandi menn
eins og fuglar sem þenja sinn væng yfir úthöfin beið,
hve gott er að hvíla sig rétt eins og lokið sé leið
þó langur og eilífur vegur bíði manns enn.

Held að ég muni þetta rétt. Þetta ljóð er með allt sem gott ljóð þarf að hafa.

Þorsteinn Sverrisson, 19.4.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 445

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband