Þriðjudagur

Nú er bara búið að vera svo mikið að gera hjá minni að ég hef ekki mátt vera að því að skrifa um allt sem er að gerast hér í Iðnó

Var á fundi með manni sem stendur ásamt öðrum fyrir Swing og Lindi Hop balli sunnudagskvöldið annann mars . ég verð að segja að mig hlakkar jafn mikið til að upplifa það ball og skosku dansana sem verða núna á föstudagskvöldið . Það verðu ábyggilega mikið fjör.

Ég var á fyrirlestri með Eddu Björgvins í hádeginu þar sem hún fjallaði á sinn frábæra hátt um húmor í stjórnun og svo var líka fínn matur með á Grand hótel . Hitti svo Eddu á fundi hér niðrí Iðnó á eftir en hún verður veislustjóri í veislu hér um helgina . alltaf gott að hitta Eddu . Revísöngvarnir voru alveg fullbókaðir kl.14.00 í dag . Eldri borgarar í meirihluta  á dagsýningunum .

Nú fer sýningum fækkandi á Revíusöngvunum og líka á Söguveislunni hennar Guðrúnar ,allir að drífa sig þið megið ekki missa af frábærum sýningum.

Helgarnámskeið og Dansiball 1. og 2. mars!!

Í lok febrúar kemur til landsins einn frægasti Lindy Hop dansari heims. Hann heitir Andrew Sutton og heldur námskeið (workshop) helgina 1.-2. mars. Þessi viðburður mun ná hámarki með heljarinnar Swingdansleik þar sem Stórsveit Suðurlands mun leika fyrir dansi í Iðnó sunnudagskvöldið 2. mars.

Stórsveit Suðurlands er 20 manna “Big Band” hljómsveit undir stjórn Vignis Snæs Stefanssonar í anda Glenn Miller. Hún samanstendur af tónlistarmönnum af Suðurlandi þ.á.m. Kristjönu Stefansdóttur og Guðlaugu Ólafsdóttur.

Swing DJ tónlist fyrir og eftir tónleikana!

Það verða til taxidansarar alltaf tilbúnir til að dansa við hvern/hverja sem er og sem munu gjarnan bjóða fólki upp á dans!

Létt spor verða kennd áhugasömum fyrir tónleikana!

Óvænt uppákomur!

Búningauppástungan (engin skylda): Swing Style 4ða og 5ta áratuga

Ef þið hafið áhuga á að læra smá Swing fyrir ballið, komið á Hitt Húsið (3. hæð) þriðjudaginn 19. feb eða föstudaginn 22. feb milli 19:00 og 22:00. Við skulum sýna ykkur nokkur spor.

Til að fá frekari upplýsingar um helgarnámskeið (workshop með Andrew Sutton) eða almennt séð hafið samband við Hakan á netfangið hakan@lindyravers.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 482

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband