Mánudagur

jæja allt búið að vera brjálað í dag . Kom í ljós að við höfum ofbókað á Revíusýninguna og setjum þar af leiðandi upp aukasýningu á morgun kl.15.15 eitthvað svoleiðis. Ég ætla að taka vel á móti hópunum tveim sem hringdu í dag til að tilkynna fjölda og segja þeim sögu hússins og svo ætlar Snúður og snælda að kynna sýninguna sína . Kanski við höfum líka fjöldasöng . Allavega reddast þetta alveg með góðum vilja allra . Læt núna fylgja með minningu af heimasíðunni

Benjamin Á Ísaksson segir frá:

Þetta var árið 1965 ég þá 10 ára og ég ásamt fleirum hér á Reykjavíkursvæðinu orðin altalandi á ensku vegna þess að við vorum alin upp við eina sjónvarpsstöð. KANASJÓNVARPIÐ á Keflavíkurflugvelli. Eitt var að vera altalandi á ensku en hvernig tungumálið er skrifað og málfræðin sem því tilheyrði var jafnframandi og kínverska því ákváðum við 3 (einn datt fljótlega út þannig að við vorum bara tveir eftir)bekkjarfélagar að fara í kvöldtíma í ensku hjá námsflokkum Reykjavíkur en þeir voru á þessum tíma í Miðbæjarbarnaskólanum hinum megin við götuna hjá Iðnó.

Þeir félagar mínir bjuggu í Árbæjarhverfinu en ég bjó upp á Baldurshaga rétt fyrir ofan Rauðavatn. Strætóferðir á þessum tíma voru mjög stopular og til þess að koma ekki of seint í þessa kvöldtíma en þeir voru þrisvar eða tvisvar í viku man það ekki alveg, stóð þannig á að við vorum mættir niður í miðbæ tæpum klukkutíma áður en kennsla átti að hefjast.

Svo heppilega vildi til að faðir Einars bekkjabróður míns var þá að ég held húsvörður í Iðnó og gátum við þá eytt þessum klukkutíma sem við þurftum að bíða eftir að kennsla hæfist inni í Iðnó og man ég sérstaklega eftir því að faðir Einars bauð okkur ævinlega upp á kók og prins polo þegar að við komum.

Þarna voru oftar en ekki ljósameistarar og hljóðmeistara að stilla sín tól og tæki og leikarar að æfa sínar rullur og þótti mér 10 ára guttanum þetta vera töfraveröld og alveg einstök upplifun að fá að fylgjast með þessu í heilan vetur.

Síðan þá hlýnar mér alltaf svolítið að innan og ánægjubros læðist yfir andlitið þegar að ég geng fram hjá þessu húsi,þetta er einhvernvegin í mínum huga án þess að geta útskýrt það nánar gott hús með góða sál.

Bestu kveðjur Magga.

Benjamin Á Ísaksson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 483

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband