13.6.2008 | 10:27
tónleikar
Jæja þá sest ég loksins og skrifa blogg. Ekki að það hafi verið svona lítið um að vera ,þvert á móti er búið að vera mikið að gera og svo ég líka í burtu,búin að fara til Köben og Osló að hitta gamla félaga og í skaftafell með góðum vinkonum. Nóg um það . Hér voru tónleikar í gær með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni og ég bauð upp á fermingarhlaðborð stæll 1960 ,allt í stíl við tónlistina. Drengurinn hefur alveg guðdómlega rödd og var með úrval tónlistarmanna með sér . Hinir eiginlegu útgáfutónleikar verða svo á sunnudag kl.14.00 ekki missa af þeim . Hægt er að skoða alt um tónleikana á heimasíðunni www.idno.is
Hvanndalsbræður eru síðan með tónleika í kvöld Svo er brúðkaup á morgun. tónleikarnir kl.14.00 og veislur bæði upp og niðri á sunnudag . Geirfuglarnir eru svo með útgáfutónleika á mánudag og ekki vantar nú fjörið í þá ,þetta verður frábært . Svo er nú komin sautjándi júuuníii . Opið í kaffihúsi allann daginn eins og venjulega . Alltaf fín stemning í Iðnó.
Um bloggið
Iðnó ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.