11.12.2007 | 20:00
Jólin að nálgast
Nú er verið að taka allt í gegn í Iðnó . Málarinn á fullu að mála og gólffræsarinn kemur á morgun að fræsa upp áratuga gamalt gólfið í leikhússalnum . það verður alltaf svo fínt á eftir . ég þarf að kaupa lakkverjur á stólana svo stólfæturnir rispi ekki gólfið alveg strax . ég á fullu að selja í ár Gjafabréf á sýningu að eigin vali í Iðnó. það er semsagt pása hjá okkur núna en allt fer að fullt í veislum
18 des og svo eru tónleikar 20 des með frábærum söngkonum
í Iðnó fimmtudaginn 20. desember kl. 21:00
Fram koma sönkonurnar Sólbjörg Björnsdóttir og Sólveig Unnur Ragnarsdóttir ásamt píanóleikaranum Karli Möller og þverflautu- leikaranum Nínu Hjördísi Þorkelsdóttur.
Þetta verður hresst og skemmtilegt jólaprógramm með hátíðlegu ívafi. Við hvetjum við alla til að koma og eiga notalega kvöldstund frá erli jólainnkaupanna.
Sólbjörg útskrifaðist með B.mus gráðu frá Listaháskóla Íslands síðastliðið vor og Sólveig útskrifaðist með Burtfararpróf og Söngkennarapróf frá Söngskólanum í Reykjavík.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðasala í Iðnó.
Um bloggið
Iðnó ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.