16.11.2007 | 16:37
Helgin
Þá er helgin að hefjast ,mikið um að vera í Iðnó . í kvöld er það Ævintýri í Iðnó söguveisla með Guðrúnu Ásmundsdóttur . Á morgun eru svo tónleikar með Sauth River Band
kl.16.00.Útgáfutónleikar í IÐNÓ
South River Band og allar stúlkurnar á útgáfutónleikum í Iðnó
Laugardaginn 17. nóvember 2007 kl. 16:00
South River Band fagnar útgáfu fjórða hljómdisks sveitarinnar með
útgáfutónleikum í Iðnó laugardaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 16.
Hann ber nafnið Allar stúlkurnar og á tónleikunum verða leikin lög af
þessum nýja hljómdiski ásamt völdum lögum af eldri hljómdiskum.
South River Band hefur starfað um rúmlega 7 ára skeið og gefið út
fjóra hljómdiska sem selst hafa í yfir 10.000 eintökum samtals.
Viðfangsefni hljómsveitarinnar eru að stærstum hluta frumsamin lög og
textar. Allar stúlkurnar geymir 14 lög. Helmingur þeirra eru
frumsamin en einnig eru þar nokkur ungversk sígaunalög. Öll eru lögin
sungin - utan eitt - og textarnir eru flestir frumsamdir og fjalla um
spaugilegar hliðar tilverunnar og dauðans alvöru, grín og glens, sorg
og sút, og allt þar á milli.
Hljómsveitin South River Band er skipuð þeim Grétari Inga Grétarssyni
sem leikur á kontrabassa, Helga Þór Ingasyni á harmoniku, Kormáki
Braga Þráinssyni á gítar, Matthíasi Stefánssyni á fiðlu og gítar,
Ólafi Sigurðssyni á mandolín og Ólafi Þórðarsyni á gítar. Allir
syngja þeir félagar auk þess að leika á hljóðfæri sín. Nýr meðlimur
sveitarinnar er Gunnlaugur Helgason sem leikur á gítar og banjó auk
þess að syngja. Hljómsveitarmeðlimir eiga það sameiginlegt að eiga
tengsl við byggðina Kleifar sem stendur við utanverðan Ólafsfjörð.
Einn bæjanna á Kleifum heitir Syðri-Á og af honum ber sveitin nafn sitt.
South River Band heldur áfram að styrkja góð málefni með útgáfu sinni
og að þessu sinni fær MS félagið 500 krónur af hverju seldu eintaki
af nýja disknum. Hann verður til sölu á tónleikunum en annars verður
hann einvörðungu til sölu í vefversluninni www.tonsprotinn.is.
Aðgöngumiði á útgáfuntónleikana kostar 1.000 kr og allir eru
velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðasala er hafin í Iðnó.
www.southriverband.com
www.tonsprotinn.is
www.simnet.is/kleifar
Um kvöldið eru svo Silencio að spila Tangómúsik og er Milonga frá kl.21.00 til kl.01.00
MILONGA - í Iðnó við Tjörnina!
Laugardagskvöldið 17. nóv. kl 21-01
Sérstakir gestir:
Silencio Tangoquartet frá Argentínu/Uruguay
Silencio tangokvartett leikur á tónleikum og milongu í Iðnó laugardagskvöldið 17. nóvember. Tangóhljómsveitin Silencio var stofnuð í Evrópu árið 2001. Á aðeins örfáum árum var þeim boðið að spila á öllum helstu tangóhátíðum í Evrópu og urðu fljótt ein eftirsóttasta og vinsælasta tangóhljómsveit álfunnar. Í fyrstu unnu þau með Alfredo Marcucci, bandoneonleikara frá Buenos Aires í Argentínu sem veitti þeim innblástur og endurspeglun inn í tónlist gömlu meistaranna í Buenos Aires frá 5. og 6. áratug síðustu aldar.
Silencio er orquesta tipica eða hefðbundin tangóhljómsveit sem byggir á upprunalegri tangótónlist með þeim einkennandi krafti og einstaka hljómi. Silencio hefur vakið athygli fyrir frábæran tónlistarflutning, einstaklega dynamíska og dansvæna tónlist og skemmtilega sviðsframkomu.
Meðlimir sveitarinnar eru frá Argentínu, Uruguay, Þýskalandi og Ítalíu. Þeir hafa þegar gefið út einn disk og er annar væntanlegur. Silenicio tangokvartett spiluðu á TANGO on ICEland - tangofestival 2005, við frábærar undirtektir.
Tangófélagið stendur fyrir komu þeirra hingað til lands. Kvöldið hefst með tónleikum sveitarinnar, en síðan munu þeir leika áfram fyrir dansi fram eftir kvöldi. Tango DJ í hléum.
Húsið opnar kl. 21 Aðgangseyrir er 1.500 kr.
Um bloggið
Iðnó ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.