27.10.2007 | 11:15
Dagurinn í dag
Frábært ,nú eru nemendur Tónlistarskóla Reykjavíkur komin í hús og byrjuð að æfa fyrir sýninguna sína sem verður um næstu helgi . Þau syngja alveg frábærlega ,ég er svo lánsöm að vinna hér og geta upplifað alla þessa frábæru listamenn.
Það var veisla í gærkvöldi sem lukkaðist mjög vel ,allir mjög ánægðir og sælir . Svo er það Heimilistónaballið í kvöld ,margir búnir að kaupa miða og nokkur fjöldi í mat á undan .Það er kominn svolítill skjálfti í mig því ég er að fara í viðtal í útvarpinu við Felix og Guðrúnu Gunnars . Ætla að segja þeim frá 110 ára afmælinu og hvað mikið er um að vera hér hjá okkur í Iðnó . Vonast til að sjá sem flesta í kvöld ,Heimilstónar eru alveg frábærar ,stíll á þeim stúlkum.
Um bloggið
Iðnó ehf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.