Dagurinn í dag

Jæja þá er Air Waves Tónleikarnir búnir. Gekk alveg frábærlega . Það hafa svona ca.6000 farið í gegn hér í Iðnó á þessum þrem dögum. Umgegni alveg til fyrirmyndar eins og venjulega þegar tónleikar af þessu kaliberi eru hér i Iðnó . Krakkarnir svo kurteis og ganga vel um húsið ,sér ekki vín á nokkrum manni .Fær mig til að muna eftir þegar ég var upp á mitt besta og fór á tónleika með Utangarðsmönnum ef ég man rétt ,82. Nýkomin frá Norge og fékk algjört sjokk þegar liðið stökk upp á dúkuð borðin á Borginni.

Flestar hljómsveitirnar alveg frábærar en ég held nú alltaf mest upp á Benna Hemm Hemm og líka náttúrulega Jagúar og Stórsveit Samúels . Svo var þarna þýsk hljómsveit sem spilaði alveg frábæra músík sem minnti mig á diskinn hennar Röggu Gísla ,Rauðu skórnir ,mikið spilaður á mínu heimili.Svona stórborgarfrumskógartrommusláttur sem mér finnst svo skemmtilegur. Svolítið öðruvísi en sögin sem verða spiluð hér á Laugardaginn en þá verður Ragga Gísla einmitt með Heimilistónum með dansleik . Ballið byrjar um 23.00 og kostar kr.1500.- Svo geta þeir sem þess óska fengið sér að borað á undan . Matseðillinn samanstendur af vinsælum réttum frá árunum 1960 til 1970 .

Rækjukokteill með skelfisksósu og ristuðu brauði

Lambalæri Berneis með bakaðri kartöflu

Pera Bella Helen

Kr.4.900.-

Svo hvetjum við alla til að mæta í dressi sem hæfir .

í dag er svo Sirrý með sitt fólk að taka upp Örlagadaginn ,alltaf gott að hafa þau og svo eru strákarnir frá Exton að taka saman hlóðkerfið ,svakalega duglegir og klárir strákar.

Svo er hópur í mat á miðvikudag í leikhússalnum .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband