Færsluflokkur: Bloggar

Kvikmyndahátíð

Þá byrjar kvikmyndahátíð í dag . Það róast hjá mér því ekkert er hægt að gera á meðan í leikhússalnum . Andaleikhópurinn æfir stíft að annarri hæðinni fyrri partinn en þar eru hópar að koma og borða flesta daga . Svo er mikil vinna framundan við markaðssetningu

 


Þriðjudagur

Komið þið sæl .

Nú er verið að undirbúa kvikmyndahátíð og svo er leikhópurinn að fullu að æfa Dansaðu við mig eftir Þórdísi Elfu

svo er komið á hreint að Heimilistónaball verður Laugardaginn 11 október .

 


Haust

Þá er allt komið í gang fyrir veturinn. jazzhátíð á fullu ,tónleikar með Sextett Hauks Gröndal með Ragga Bjarna núna kl.15.00 og svo Steintryggur í kvöld kl.20.00 og svo á annarri hæð stofutónleikar ,bara eins í Laxnesi með Steintryggi .

Æfingar eru hafnar á Dansaðu við mig .leikverk sem verður frumsýnt í október.segi ykkur nánar frá því síðar .Bjarni Haukur hefur svo kíkt inn og æft fyrir Svíþjóðarsýninguna sína og er ég að hugsa um að skreppa á frumsýninguna hjá honum á Pabbanum á sænsku.

Svo er Tangóhátíð um helgina byrjar reyndar á fimmtudagskvöld .

Búið að vera fínt sumar mikið af tónleikum og brúðkaupum.


Hæ aftur allir

Hélt að bloggið dytti niður þegar ég hætti að auglýsa í blaðinu,en ætla þá að halda áfram úr því ég get það

búið að vera brjálað að gera undanfarið,tóleikar,brúðkaup og allskonar veislur . Allg gengið mjög vel . svo hef ég verið í samningum við listamenn fyrir næsta haust og vetur . Örugglega Geirfuglatónleikar og ball á menningarnótt, Tangóhátíð í lok ágúst og strax á eftir Jazzhátíð svo kemur Kvikmyndahátíð . Þegar henni er svo lokið verður nýtt Íslenskt verk frumsýnt . Nánar um það síðar. Inn á milli eru svo veislur af ýmsum tilefnum.þrennir tónleiar eru svo í næstu viku ,læt vita betur með þá á morgun


Geirfuglar

því miður falla tónleikarnir með Geirfuglunum niður á mánudag af óviðráðanlegum ástæðum


tónleikar

Jæja þá sest ég loksins og skrifa blogg. Ekki að það hafi verið svona lítið um að vera ,þvert á móti er búið að vera mikið að gera og svo ég líka í burtu,búin að fara til Köben og Osló að hitta gamla félaga og í skaftafell með góðum vinkonum. Nóg um það . Hér voru tónleikar í gær með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni og ég bauð upp á fermingarhlaðborð stæll 1960 ,allt í stíl við tónlistina. Drengurinn hefur alveg guðdómlega rödd og var með úrval tónlistarmanna með sér . Hinir eiginlegu útgáfutónleikar verða svo á sunnudag kl.14.00  ekki missa af þeim . Hægt er að skoða alt um tónleikana á heimasíðunni www.idno.is

Hvanndalsbræður eru síðan með tónleika í kvöld  Svo er brúðkaup á morgun. tónleikarnir kl.14.00  og veislur bæði upp og niðri á sunnudag . Geirfuglarnir eru svo með útgáfutónleika á mánudag og ekki vantar nú fjörið í þá ,þetta verður frábært . Svo er nú komin sautjándi júuuníii . Opið í kaffihúsi allann daginn eins og venjulega . Alltaf fín stemning í Iðnó.


Tónleikar

Þá er hver að verða síðastur að sjá Systur ,bara sýning í kvöld og svo síðustu sýningar næstu helgi föst og laug.

Stór hópur í mat í kvöld á annarri hæðinni og Systur í leikhússal í kvöld . Útgáfutónleikar með Ólafi Arnalds ,mjög virtur tónlistarmaður þar en ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki hlustað á hann áður en ætla að fylgjast með á morgun. svo voru Hvanndalsbræður að panta húsið 13 júní (afmælisdagur mömmu ) Mér hætti nú til að segja Hvannbergsbræður ,var það ekki voða fín skóbúð í gamla daga .

Hljómsveitin Hvanndalsbræður heldur útgáfutónleika í Iðnó föstudagskvöldið 13.júní nk. Bandið er að gefa út fimmta disk sinn sem bera mun heitið “Knúsumstumstund “ meðlimir eru orðnir 5 og hafa bætt við sig alls konar skrítnum hljóðfærum. Einnig verður farið yfir gamalt og gott efni sveitarinnar. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 21.00 og standa til 22.42. húsið opnar 20.00 og kostar 1500 kall inn. Tónleikar Hvanndalsbræðra eru margrómaðir fyrir frábæra skemmtun og mikið flipp. Ekki missa af þessu !!!    

Systur

 Hér er dómur Silju í Viðskiptablaðinu og hann er eins og talaður úr mínu hjarta  Í Iðnó sýna Lára Stefánsdóttir og Ástrós Gunnarsdóttir svipmyndir af hlutskipti kvenna í dansverkinu Systrum. Konurnar sem þær túlka eru á ólíkum stöðum í tilverunni, allt frá gleðikonum til klaustursystra, og tónlistin er vandlega valin við efnið hverju sinni (Guðni Franzson sá um hana). Við og við vefst texti saman við tónlistina, ljóðrænn og þó beinskeyttur texti eftir Hrafnhildi Hagalín, rosalega flottur. Áhrifamesti hlutinn fannst mér sá sem fjallaði um gyðjur næturinnar, hin miskunnarlausu tálkvendi sem dansa við karla, fitla við þá og farga þeim, eins og segir í texta. Dans þeirra var ástríðufullur en um leið þrunginn leiða, sársauka og örvæntingu. Af einhverjum ástæðum minnti hann mig á sögur Ástu Sigurðardóttur. Nektaratriðið var líka andskoti dramatískt og flott, en í lokin er þunginn að baki og póstmódernt grín tekið við. Ætli það þýði að nú séu samskipti kynjanna orðin einföld og tómur gleðigjafi? Það er ekki oft sem maður sér erótískan listdans í íslensku leikhúsi og hann er vel útfærður af dönsurum og Þórhildi Þorleifsdóttur. Umgjörðin var viðeigandi, búningar vel valdir (Dýrleif Ýr Örlygsdóttir) og lýsing einstaklega vel hönnuð (Björn Bergsteinn Guðmundsson). Stundum greip maður andann á lofti yfir fegurðinni sem varð til á sviðinu. Af leikhússins hálfu er líka viðeigandi umgjörð, hægt að fá listrænan leikhúsmálsverð á undan og drekka kaffið eða klára rauðvínið sitjandi við borð undir sýningunni. Upplögð gjöf frá henni til hans ... Dansverkið "Systur" er rússíbanaferð um hugaróra og veruleika tveggja kvenna;  losti, munúð, limir, sektarkennd, hreinleiki, trú, von, kærleikur, líf, dauði, spenna, umbreyting.

3 sýning föstudag 9 maí kl.20.30

4 sýning laugardag 10 maí kl.20.30

5 sýning laugardag 17 maí kl.20.30

6 sýning föstudag 23 maí kl.20.30

Boðið er upp á leikhússmatseðill fyrir sýningu.

Sjá nánar á heimasíðu Iðnó www.idno.is

Systur

Höfundar og flytendur Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir Texsti Hrafnhildur HagalínTónlist Guðni FranssonLýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar Dýrleif Örlygsdóttir

Systur

Systur, dansverk Láru og Ástrósar var frumsýnt á fimmtudag og fær fína dóma í mogganum í dag . Ég segi fyrir mig að ég sat gjörsamlega dolfallinn og tárin spruttu í guðdómlegri senu þar sem þær Systur dönsuðu naktar . Svo er líka mikill húmor og hlakkar mig til að sjá sýninguna aftur í kvöld en þá er önnur sýning. Það eru til miðar og hvet ég alla til að hringja í síma 5629700 eða fara inn á midi.is og kaupa miða i kvöld .

Söngvaraball Íslands

Söngvaraball Íslands 2008Iðnó 30. apríl 20.00 Fordrykkur21.00 Tónleikar22.00 Ballið hefst Sardas leikur fyrir valsiSouth River Band tryllirStórsveit Reykjanesbæjar swingar Heiðursgestur er Guðmunda Elíasdóttir    Miðapantanir í síma 562 9700                         Takmarkað sætaframboðEða idno@xnet.is                                             Miðaverð 3000kr  Nánari uppl:                                Ólafur Sveinsson 840 5083Davíð Ólafsson 897 1533

 


Næsta síða »

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband