Systur

 Hér er dómur Silju í Viðskiptablaðinu og hann er eins og talaður úr mínu hjarta  Í Iðnó sýna Lára Stefánsdóttir og Ástrós Gunnarsdóttir svipmyndir af hlutskipti kvenna í dansverkinu Systrum. Konurnar sem þær túlka eru á ólíkum stöðum í tilverunni, allt frá gleðikonum til klaustursystra, og tónlistin er vandlega valin við efnið hverju sinni (Guðni Franzson sá um hana). Við og við vefst texti saman við tónlistina, ljóðrænn og þó beinskeyttur texti eftir Hrafnhildi Hagalín, rosalega flottur. Áhrifamesti hlutinn fannst mér sá sem fjallaði um gyðjur næturinnar, hin miskunnarlausu tálkvendi sem dansa við karla, fitla við þá og farga þeim, eins og segir í texta. Dans þeirra var ástríðufullur en um leið þrunginn leiða, sársauka og örvæntingu. Af einhverjum ástæðum minnti hann mig á sögur Ástu Sigurðardóttur. Nektaratriðið var líka andskoti dramatískt og flott, en í lokin er þunginn að baki og póstmódernt grín tekið við. Ætli það þýði að nú séu samskipti kynjanna orðin einföld og tómur gleðigjafi? Það er ekki oft sem maður sér erótískan listdans í íslensku leikhúsi og hann er vel útfærður af dönsurum og Þórhildi Þorleifsdóttur. Umgjörðin var viðeigandi, búningar vel valdir (Dýrleif Ýr Örlygsdóttir) og lýsing einstaklega vel hönnuð (Björn Bergsteinn Guðmundsson). Stundum greip maður andann á lofti yfir fegurðinni sem varð til á sviðinu. Af leikhússins hálfu er líka viðeigandi umgjörð, hægt að fá listrænan leikhúsmálsverð á undan og drekka kaffið eða klára rauðvínið sitjandi við borð undir sýningunni. Upplögð gjöf frá henni til hans ... Dansverkið "Systur" er rússíbanaferð um hugaróra og veruleika tveggja kvenna;  losti, munúð, limir, sektarkennd, hreinleiki, trú, von, kærleikur, líf, dauði, spenna, umbreyting.

3 sýning föstudag 9 maí kl.20.30

4 sýning laugardag 10 maí kl.20.30

5 sýning laugardag 17 maí kl.20.30

6 sýning föstudag 23 maí kl.20.30

Boðið er upp á leikhússmatseðill fyrir sýningu.

Sjá nánar á heimasíðu Iðnó www.idno.is

Systur

Höfundar og flytendur Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir Texsti Hrafnhildur HagalínTónlist Guðni FranssonLýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar Dýrleif Örlygsdóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Iðnó ehf

Höfundur

Iðnó ehf
Iðnó ehf
Margrét Rósa Einarsdóttir hefur verið framkvæmdarstjóri Iðnó síðastliðin sex ár.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Margrét
  • Helga Björg
  • Emilía Rós
  • Ástríður Alda
  • blog

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband